Safnkostur

Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur. Málþing um skólamál 1963. MMS 2020/4.


Lýsandi samantekt

Samhengi

Innihald og uppbygging

 • Umfang og innihald:

  Hljóðritin eru frá fjögurra daga ráðstefnu skólastjóra og yfirkennara barna- og gagnfræðaskóla í Reykjavík 27. febrúar og 1.-3. mars 1963. Að ráðstefnunni stóð Fræðsluráð og fræðsluskrifstofa Reykjavíkur í samvinnu við skólastjórafélag barna- og gagnfræðiskóla í Reykjavík. Ola Laukli, fræðslustjóri í Drammen í Noregi, var fenginn til að stjórna ráðstefnunni og hélt hann jafnframt eitt erindi. Thomsen Jensen, fræðslustjóri Kaupmannahafnar, hélt 5 erindi.

Um aðgengi og not

Tengt efni

Athugasemdir

Um lýsinguna

 • Athugasemdir skjalavarðar:

  Bjarki Sveinbjörnsson afritaði segulband í febrúar 2020. Jón Hrólfur hljóðlagaði, skráði og gekk frá efni í safn MMS í apríl og maí 2020.

 • Dagsetning lýsingar:

  5. maí 2020.


Skjalaskrá

  Hljóðritin eru frá fjögurra daga ráðstefnu skólastjóra og yfirkennara barna- og gagnfræðaskóla í Reykjavík 27. febrúar og 1.-3. mars 1963. Að ráðstefnunni stóð Fræðsluráð og fræðsluskrifstofa Reykjavíkur í samvinnu við skólastjórafélag barna- og gagnfræðiskóla í Reykjavík. Ola Laukli, fræðslustjóri í Drammen í Noregi, var fenginn til að stjórna ráðstefnunni og Thomsen Jensen, fræðslustjóri Kaupmannahafnar, til að halda 5 erindi.

  Við eftirgranslan kom eftirfarndi í ljós um ráðstefnuna:

  Segulbönd 1-6:

  Segulband 1. Om overgangen fra hjemme barn til skolebarn. Thomsen Jensen – Hagaskóli 27. febrúar 1963 (53:37): Spólukassi og spóla eru ómerkt. Á miða í spólukassa er skrifað: „Hagaskóli 27 febr 63. 20:10 uppt hefst. 20:13 skólastj Hagsk. 20:15 Jónas B. Jónsson. 20:18 Thomsen Jensen. 21:05. Jónas B. Jónsson. 21:05 Hlé í 5 mín“.

  Í upphafi hljóðritunar kemur fram hjá skólastjóra Hagaskóla (ef marka má upplýsingar á miða með spólu) að fundurinn sé haldinn í Hagskóla. Efni hljóðritunar má skipta sem hér segir:

  1. Om overgangen fra hjemme barn til skolebarn. Thomsen Jensen – Hagaskóli 27. febrúar 1963.wav (53:37)

  • Skólastjóri Hagaskóla (samkvæmt nótum hér ofar) setur samkomuna (0:0-48:00)
  • Jónas B. Jónsson fræðslustjóri heldur stutta tölu (48:00 -04:07)
  • Om overgangen fra hjemme barn til skolebarn (á dönsku). Thomsen Jensen (04:07- 53:34)

  Segulband 2. Um námsmat. Ola Laukli – Hagaskóli 27. febrúar 1963 (49:50): Spólukassi og spóla eru ómerkt. Á miða í spólukassa er skrifað: „Hagaskóli 27. febr. 63. Spóla 2. Kl. 21:10 Jónas B Jónsson kynnir. Kl. 21:17 norskur skólastjóri [Líklega átt við Ola Laukli fræðslustjórar í Drammen, Noregi]. 22:06 Jóns Bj Jónsson þakkir“:

  2. Um námsmat. Ola Laukli – Hagaskóli 27. febrúar 1963.wav (49:50)

  • Um námsmat (á norsku). Ola Laukli (0:0 -48:44)

  Segulband 3. Byrjendakennslu í lestri og reikningi. Thomsen Jensen – Hagaskóli 1. mars 1963 (1:00:51): Spólukassi og spóla eru ómerkt. Á miða í spólukassa er skrifað: „3. spóla. Föstudagur 1. mars 63. Kl. 17:10. Samkoman sett. Kl. 17:12 Thomsen Jensen. Kl. 18:08 fulltr. barnak.“:

  3. Byrjendakennslu í lestri og reikningi. Thomsen Jensen – Hagaskóli 1. mars 1963.wav (1:00:51):

  • Samkoman sett af í Melaskóla (ónafngreind kona) (0:0-0:25)
  • Byrjendakennslu í lestri og reikningi (á dönsku). Thomsen Jensen (1:54 -28:30)
  • Rætt um gildi heimsókna hinna norrænu gesta og fundi slitið (28:30 – 1:00:51)

  Segulband 4. Um skólamál. Thomsen Jensen – Hagaskóli 2. mars 1963 (58:50): Spólukassi og spóla eru ómerkt. Á miða í spólukassa er skrifað: „Spóla 4. Hagaskóli 2. mars 63. 09:40 Jóns B. Jónsson. 9:40 Thomsen Jensen. 1039 skipt á spólu 5. 1043 erindi lokið. hlé.“:

  4. Um skólamál. Thomsen Jensen – Hagaskóli 2. mars 1963.wav (58:50):

  • Fundur settur og tvö erindi Thomsen Jensen kynnt (0:0-1:00)
  • Um skólamál (á dönsku). Thomsen Jensen. Erindi ekki lokið þegar spóla klárast; framhlad á spólu 5 (1:00 -58:43)

  Segulband 5. Um skólamál. Thomsen Jensen – Hagaskóli 2. mars 1963 – framhald af spólu 4 (50:28): Spólukassi og spóla eru ómerkt. Á miða í spólukassa er skrifað: „Spóla 5. Framh. erindis kl. 1039 til kl. 1043. hlé. Seinna erindi Thomas Jensen. 11:48 Lokaorð [tvö ólæsileg orð] 11:53 Jónas B. Jónsson þakkar.“:

  5. Um skólamál. Thomsen Jensen – Hagaskóli 2. mars 1963 - framh.wav (50:28)

  • Um skólamál. Thomsen Jensen (danska). Famhald af spólu 4 (0:0-45:30)
  • Fundarstjóri þakkar töluna, undirstrikar endurmenntun kennara og slíturfundi. (45:30 -58:43)

  Segulband 6. Samstarf heimila og skóla - Thomsen Jensen. 3. mars 1963 (1:00:00): Spóla er ómerkt og upptaka ó-dagsett. Af tölu Jóns B. Jónssonar (punktur 4 hér neðar) má þó ráða dagsetningu. Á spólukassa er skrifað: „Fræðsluskrifstofan – 6 spólur upptökur af erindum Thomsen Jensen og Ola Laukli 27/2, 1.-2. og 3. mars 1963 í Hagaskóla og Melaskóla“:

  6. Samstarf heimila og skóla - Thomsen Jensen. 3. mars 1963.wav (1:00:00):

  • Óþekktur fundarstjóri bíður gesti velkomna í salinn „til að hlusta á síðasta erndi herr skoledirektør Thomsen Jensen“ sem fjalli um samvinnu heimila og skóla (0:0-0:25)
  • Auður Auðuns, formaður fræðsluráðs og forseti bæjarstjórnar Reykjavíkur, segir nokkur orð (0:25-2:00)
  • Samstarf heimila og skóla (á dönsku). Thomsen Jensen (2:00-51:00)
  • Jónas B. Jónsson fræðslustjóri [ skrásetjara heyrist sá vera maðurinn þó ekki sé það tekið fram ] flytur stutta tölu um mikilvægi skólans, kennara og þátt heimila í námi barna. JBJ tekur fram að erindi það sem Thomsen Jensen hafi flutt marki lok ráðstefnunnar. Dagsetning upptöku er þvi sett 3. mars 1963 þó dagsetning sé hvergi nefnd. Áður en JBJ slitur fundi þakkar hann skipuleggjendum og nefnir sérstaklega eftirfarandi [nöfn mögulega áhugaverð seinni tíma grúskurum] (51:00-1:00:00):
   • Stéttar og fagfélögum kennara í Reykjavík
   • Jón Gissurason – skólasjóri og formaður Skólastjórafélagsins
   • Svavar Helgason – formann stéttarfélags barnakennara í Reykjavík
   • Guttorm Sigbjörnsson – formanni félags gagnfræðakennara í Reykjavík
   • Árni Þórðarson – skólastjóra Hagskóla
   • Helga Þorgilsdóttur – skólastjóri Melaskóla
   • Þórhallur Guttormsson – skólastjóri Réttarholtsskóla  

Fyrst birt 04.05.2020

Til baka