Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Miðstöð munnlegrar sögu.
MMS 2020/4
Málþing um skólamál 1963. Thomsen Jensen og Ola Laukli. Sex erind.
1963
Sex 7 tommu segulbandsspólur í öskju. Afrit í 6 hljóðskrám alls 5:33:39.
Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur.
Segulbandsspólurnar fundust með skólaminjum við tiltekt í geymslum Árbæjarsafni síðla árs 2019. Ekki er vitað hvaðan, hvenær eða frá hverjum spólurnar bárust þangað. Frá Árbæjarsafni bárust spólurnar með kvikmyndaefni til Kvikmyndasafns Íslands og þaðan til Hljóð- og myndsafns í desember 2019.
Gunnþóra Halldórsdóttir, verkefnastjóri hjá Kvikmyndasafni Íslands, afhenti Bjarka Sveinbjörnssyni, fagstjóra hjá Hljóð- og mynsafni Landsbókasafns, segulbandsspólur sem hún taldi ekki eiga heima hjá Kvikmyndasafni. Hljóð- og myndsafn vistaði efnið hjá Miðstöð munnlegrar sögu.
Hljóðritin eru frá fjögurra daga ráðstefnu skólastjóra og yfirkennara barna- og gagnfræðaskóla í Reykjavík 27. febrúar og 1.-3. mars 1963. Að ráðstefnunni stóð Fræðsluráð og fræðsluskrifstofa Reykjavíkur í samvinnu við skólastjórafélag barna- og gagnfræðiskóla í Reykjavík. Ola Laukli, fræðslustjóri í Drammen í Noregi, var fenginn til að stjórna ráðstefnunni og hélt hann jafnframt eitt erindi. Thomsen Jensen, fræðslustjóri Kaupmannahafnar, hélt 5 erindi.
Aðgengi er ótakmarkað.
Um endurgerð gilda almenn lög um höfundarrétt.
Íslenska, danska og norska.
Bjarki Sveinbjörnsson afritaði segulband í febrúar 2020. Jón Hrólfur hljóðlagaði, skráði og gekk frá efni í safn MMS í apríl og maí 2020.
5. maí 2020.
Hljóðritin eru frá fjögurra daga ráðstefnu skólastjóra og yfirkennara barna- og gagnfræðaskóla í Reykjavík 27. febrúar og 1.-3. mars 1963. Að ráðstefnunni stóð Fræðsluráð og fræðsluskrifstofa Reykjavíkur í samvinnu við skólastjórafélag barna- og gagnfræðiskóla í Reykjavík. Ola Laukli, fræðslustjóri í Drammen í Noregi, var fenginn til að stjórna ráðstefnunni og Thomsen Jensen, fræðslustjóri Kaupmannahafnar, til að halda 5 erindi.
Við eftirgranslan kom eftirfarndi í ljós um ráðstefnuna:
Segulbönd 1-6:
Segulband 1. Om overgangen fra hjemme barn til skolebarn. Thomsen Jensen – Hagaskóli 27. febrúar 1963 (53:37): Spólukassi og spóla eru ómerkt. Á miða í spólukassa er skrifað: „Hagaskóli 27 febr 63. 20:10 uppt hefst. 20:13 skólastj Hagsk. 20:15 Jónas B. Jónsson. 20:18 Thomsen Jensen. 21:05. Jónas B. Jónsson. 21:05 Hlé í 5 mín“.
Í upphafi hljóðritunar kemur fram hjá skólastjóra Hagaskóla (ef marka má upplýsingar á miða með spólu) að fundurinn sé haldinn í Hagskóla. Efni hljóðritunar má skipta sem hér segir:
1. Om overgangen fra hjemme barn til skolebarn. Thomsen Jensen – Hagaskóli 27. febrúar 1963.wav (53:37)
Segulband 2. Um námsmat. Ola Laukli – Hagaskóli 27. febrúar 1963 (49:50): Spólukassi og spóla eru ómerkt. Á miða í spólukassa er skrifað: „Hagaskóli 27. febr. 63. Spóla 2. Kl. 21:10 Jónas B Jónsson kynnir. Kl. 21:17 norskur skólastjóri [Líklega átt við Ola Laukli fræðslustjórar í Drammen, Noregi]. 22:06 Jóns Bj Jónsson þakkir“:
2. Um námsmat. Ola Laukli – Hagaskóli 27. febrúar 1963.wav (49:50)
Segulband 3. Byrjendakennslu í lestri og reikningi. Thomsen Jensen – Hagaskóli 1. mars 1963 (1:00:51): Spólukassi og spóla eru ómerkt. Á miða í spólukassa er skrifað: „3. spóla. Föstudagur 1. mars 63. Kl. 17:10. Samkoman sett. Kl. 17:12 Thomsen Jensen. Kl. 18:08 fulltr. barnak.“:
3. Byrjendakennslu í lestri og reikningi. Thomsen Jensen – Hagaskóli 1. mars 1963.wav (1:00:51):
Segulband 4. Um skólamál. Thomsen Jensen – Hagaskóli 2. mars 1963 (58:50): Spólukassi og spóla eru ómerkt. Á miða í spólukassa er skrifað: „Spóla 4. Hagaskóli 2. mars 63. 09:40 Jóns B. Jónsson. 9:40 Thomsen Jensen. 1039 skipt á spólu 5. 1043 erindi lokið. hlé.“:
4. Um skólamál. Thomsen Jensen – Hagaskóli 2. mars 1963.wav (58:50):
Segulband 5. Um skólamál. Thomsen Jensen – Hagaskóli 2. mars 1963 – framhald af spólu 4 (50:28): Spólukassi og spóla eru ómerkt. Á miða í spólukassa er skrifað: „Spóla 5. Framh. erindis kl. 1039 til kl. 1043. hlé. Seinna erindi Thomas Jensen. 11:48 Lokaorð [tvö ólæsileg orð] 11:53 Jónas B. Jónsson þakkar.“:
5. Um skólamál. Thomsen Jensen – Hagaskóli 2. mars 1963 - framh.wav (50:28)
Segulband 6. Samstarf heimila og skóla - Thomsen Jensen. 3. mars 1963 (1:00:00): Spóla er ómerkt og upptaka ó-dagsett. Af tölu Jóns B. Jónssonar (punktur 4 hér neðar) má þó ráða dagsetningu. Á spólukassa er skrifað: „Fræðsluskrifstofan – 6 spólur upptökur af erindum Thomsen Jensen og Ola Laukli 27/2, 1.-2. og 3. mars 1963 í Hagaskóla og Melaskóla“:
6. Samstarf heimila og skóla - Thomsen Jensen. 3. mars 1963.wav (1:00:00):
Fyrst birt 04.05.2020