Safnkostur

Miðstöð munnlegrar sögu. Viðtöl við starfsfólk Þjóðarbókhlöðu um Kóvid 19 faraldurinn 2020. MMS 2020/6.


Lýsandi samantekt

Samhengi

Innihald og uppbygging

  • Umfang og innihald:

    Viðtölin eru frá 9:21 til 34:57 að lengd; flest þó um 12-15 mínútur.

Um aðgengi og not

Tengt efni

Athugasemdir

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Jón Hrólfur skráði og gekk frá efni.

  • Dagsetning lýsingar:

    7. maí 2020


Skjalaskrá

    Í febrúarlok 2020 þegar stefndi í að kórónuveiran mynd valda samfélagslegum usla formaði Miðstöð munnlegrar sögu verkefni um að safna upplifunum fólks af veirufaraldri. Rætt var við starfsfólk Lbs-Hbs sem samþykkti viðtal því samtal við fólk utan stofnunarinnar krefðist meiri undirbúnings og yrði flóknara vegna samkomubanns.

    Fyrstu viðtölin voru tekin 16. mars 2020, sama dag og samkomubann tók gildi sem standa átti til 4. maí og mögulega lengur með einhverjum breytingum. Leitað var eftir persónulegum upplifunum, vitnisburði og vangaveltur. Viðmælandi segir fyrst til nafns, nefnir fæðingarár og við hvað hann/hún starfar í Þjóðarbókhlöðu. Eftirfarandi fimm punktar römmuðu síðan inn framvinduna:

    1. Hvernig hefur ástandið bein eða óbein áhrif á þig eða þitt umhverfi?
    2. Koma þér í hug einhver fordæmi eða ástand annað sem líkja mætti við það sem við nú upplifum?
    3. Nú breytist staðan dag frá degi, jafnvel oftar. Hvernig sérðu þróunina á næstu dögum, vikum eða misserum?
    4. Ljóst er að vísindi og fræði af ýmsum toga mun skoða þennan tíma langt inn í framtíðina – líkt og t.a.m. efnahagshrunið 2008. Hvað villt þú nefna forvitnilegt, áhugavert, spaugilegt eða merkilegt sem þér finndist ástæða til að skoða eða rannsaka nánar?
    5. Kemur þér í hug eitthvað sem læra má af þessum faraldri eða því ástandi sem honum fylgir?

    Viðtölin voru tekin í mars utan það síðasta sem tekið var 6. maí þegar aðstæður voru örlítið breyttar.

    Bjarki Sveinbjörnsson sá um myndavél og frágang viðtala. Jón Hrólfur tók viðtölin og gekk frá skráningu.

    Stuttu eftir að verkefnð hófst kom upp sú hugmynd að áhugavert gæti verið að ræða við sama fólk síðar, mögulega út frá sömu punktum. Ákveðið var að skoða þá hugmynd nánar eftir sumarleyfi um miðjan ágúst 2020.

    Verkefnið skilaði 14 mov-skrám, samtals 4:32:44. Hér neðar eru vitölin listuð eftir dagsetningum:

    1. MMS 2020/6 Bragi Þorgrímur Ólafsson 16.3.2020.mov (9:21)
    2. MMS 2020/6 Guðrún Halldóra Sveinsdóttir-16.3.2020.mov (15:10)
    3. MMS 2020/6 Edda G_ Björgvinsdóttir 16.3.2020.mov (13.49)
    4. MMS 2020/6 Sigurgeir Finnsson 16.3.2020.mov (20:08)
    5. MMS 2020/6 Erlendur Már Antonsson 18.3.2020.mov (12:42)
    6. MMS 2020/6 Agnes Jónasdóttir 19.3.2020.mov (15:11)
    7. MMS 2020/6 Birgir Björnsson 19.3.2020.mov (20:11)
    8. MMS 2020/6 Jóhann Heiðar Árnason 19.3.2020.mov (13:45)
    9. MMS 2020/6 Magný Rós Sigurðardóttir 19.3.2020.mov (14:16)
    10. MMS 2020/6 Bryndís Vilbergsdóttir 20.3.2020.mov (15:47)
    11. MMS 2020/6 Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir 22.3.2020.mov (34:57)
    12. MMS 2020/6 Ólafur Engilbertsson 22.3.2020.mov (27:26)
    13. MMS 2020/6 Örn Hrafnkelsson 24.3.2020.mov (32:38)
    14. MMS 2020/6 Gunnar Marel Hinriksson 6.5.2020.mov (27:23)

Fyrst birt 06.05.2020

Til baka