Fjórði þátturinn í þáttaröðinni Sagan í munnlegri geymd var á dagskrá Rásar eitt í gærkvöldi. Þáttur gærdagsins nefnist „Sjóslys við Vestmannaeyjar 1950“ og í honum rifjar Þorvaldur Þorsteinsson upp hörmulegt sjóslys sem átti sér stað við Faxasker í Vestmannaeyjum 7. janúar 1950 þegar báturinn Helgi VE-333 rak upp í skerið. Um borð voru tíu manns, sjö skipverjar og þrír farþegar.

Sonur Þorvalds, Hans Þorvaldsson, tók viðtalið við hann árið 2009. Þátturinn var í umsjón Jóns Páls Björnssonar.

Hér má hlusta á þáttinn.

Borgarbörn
Stríðsárin í Kaupmannahöfn
Fyrsti flóttamaðurinn á Íslandi
Kennsla í upphafi aldar