Á mánudagskvöldið var fimmti þátturinn í þáttaröðinni Sagan í munnlegri geymd á dagskrá Rásar 1. Þátturinn að þessu sinni nefndist „Unglingamenning verður til“ og í honum rifjuðu hjónin Þorsteinn Eggertsson og Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir upp þá tíma þegar rokkið kom til Íslands. Unglingar fóru að móta sína eigin menningu sem vék æ meir frá ríkjandi gildum og viðmiðum eldri kynslóða og lék tónlistin stórt hlutverk í því að móta tísku, viðmót og hegðun unga fólksins. Þátturinn var í umsjón Heru Sigurðardóttur.

Hér má hlusta á þáttinn.

Borgarbörn
Stríðsárin í Kaupmannahöfn
Fyrsti flóttamaðurinn á Íslandi
Kennsla í upphafi aldar