Um leið og Miðstöð munnlegrar sögu óskar vinum sínum gleðilegs árs viljum við benda á að þann 1. desember á síðasta ári var vefsíðan hljodsafn.landsbokasafn.is opnuð. Þar er fyrst og fremst að finna tónlistarefni en einnig hefur nokkuð af hljóðrituðu efni Miðstöðvarinnar verið sett þar inn og stendur til að gera þar aðgengileg fleiri gögn sem varðveitt eru á stafrænu formi. Meðal þess efnis sem nú er aðgengilegt þar eru viðtöl sem tekin voru á vegum Sagnfræðistofnunar á áttunda áratug síðustu aldar. Þau viðtöl voru stofngjöf til Miðstöðvarinnar á sínum tíma. Einn af heimildarmönnum Sagnfræðistofnunnar var Anna Klemensdóttir (1890-1987) sem oft var kennd við Laufás. Hér má hlusta á viðtalið við Önnu.
Borgarbörn
Stríðsárin í Kaupmannahöfn
Fyrsti flóttamaðurinn á Íslandi
Kennsla í upphafi aldar