Reykjavíkursögur Borgarbörn segja frá æsku sinni á Vetrarhátíð Reykjavíkursögur er...
Miðstöð munnlegrar sögu var formlega opnuð föstudaginn 26. janúar s.l. og var athöfnin vel sótt. Sigrún Klara Hannesdóttir, landsbókavörður bauð gesti velkomna og Steingrímur Sigurgeirsson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra opnaði heimasíðu Miðstöðvarinnar. Auk upplýsinga af ýmsu tagi getur á heimasíðunni að líta þrjár vefsýningar þar sem fjallað er um fyrsta flóttamanninn á Íslandi, stríðsárin í Danmörku út frá reynslu íslensk/danskrar fjölskyldu og sagt er frá íslenskri sveitakennslu um aldamótin 1900. Guðmundur Jónsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands hélt tölu fyrir hönd Sagnfræðistofnunar og Dr. Lauri Harvilathi, forstöðumaður Folklore Archives, Finnish Literature Society í Helsinki, hélt hátíðarræðu.
Minni - Félag um munnlegan menningararf var formlega stofnað laugardaginn 27. janúar síðastliðinn. Stofnfundinn sóttu um þrjátíu manns og bárust félaginu þar að auki óskir um aðild víða að. Markmið Minnis eru að að skapa...
Laugardaginn 27. janúar 2007 kl. 15:00–17.30 Málþingið er haldið á vegum hins nýstofnaða félags um söfnun og rannsóknir á munnlegum menningararfi og Miðstöðvar munnlegrar sögu. Málþingið verður í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands.
Stofnfundur Félags um söfnun og rannsóknir á munnlegum menningararfi Laugardaginn 27. janúar kl 14.00–14.45

<< <  Síða 14 af 15  > >>

Borgarbörn
Stríðsárin í Kaupmannahöfn
Fyrsti flóttamaðurinn á Íslandi
Kennsla í upphafi aldar