Ævintýri í borgarumhverfi

Ævintýri í borgarumhverfi

Börn vaða í sjónum. Ljósmyndari Pétur Thomsen, tökudagur 1960-1970. Ljósmyndin fengin af Ljósmyndasafni Reykjavíkur.

Útileikir í stórum hópi jafnaldra eru ofarlega í huga eldri. Borgarumhverfið rammaði inn tómstundir barnanna sem með ímyndunaraflinu endursköpuðu reykvískar götur og garða. Lítið var um skipulagða afþreyingu og á kvöldin hlýddu fjölskyldur um land allt saman á útvarpið, einnig þær reykvísku.

Á fimmta áratugnum, þegar Haraldur Ellingssen var ungur drengur, umkringdi fjaran Reykjavík alla. Með vinum sínum kannaði hann þessa nú horfnu heima. Smellið hér til að hlýða á frásögn Haralds.

Smellið hér til að hlusta á Hans Kristján Árnason, f. 1947, segja frá löngum sumarkvöldum í lok sjötta áratugarins.

Una Margrét Jónsdóttir bjó á Sólvallagötu og gekk í Vesturbæjarskólann um miðjan áttunda áratug tuttugustu aldar. Það gat tekið hana og bestu vinkonu hennar langan tíma að ganga heim úr skólanum enda var leiðin heim vörðuð ævintýrum og þrautum. Smellið hér til að heyra frásögn Unu af Rósaeyjunni og Fagrakletti.

Hólavallakirkjugarður var sannkallaður ævintýraheimur. Smellið hér til að hlusta á Hrafnhildi Þórólfsdóttur, f. 1980, segja frá kirkjugarðsleiðöngrum og viðhafnarjarðarförum smáfugla.

Þar sem Þjóðarbókhlaðan gnæfir nú var Melavöllurinn áður. Smellið hér til að hlusta á Reykvíking segja frá því hvernig keppt var um miðja öldina í hundrað metra spretthlaupi á Marargötunni að fyrirmynd íþróttakappa á Melavellinum.

Bíósýningar klukkan þrjú á sunnudögum skipuðu stóran sess í lífi reykvískra barna. Biðröðin í Gamla Bíó var oftast afar löng og í hlénu átti sér stað sannkallaður skiptmarkaður þar sem Andrésblöð voru gjaldmiðillinn. Smellið hér til að heyra frásögn af bíóferðum um miðja tuttugustu öldina.

Áður en ríkissjónvarpið kom til sögunnar var það útvarpstækið sem lokkaði. Hlustað var á spennandi leikrit eða framhaldssögur og kvöldkaffið var ófrávíkjanlegur helgisiður. Smellið hér til að hlýða á Ingibjörgu Sverrisdóttur og Hrólf Jónsson lýsa kexmauli og kvöldsögum fyrir framan útvarpstækið.

Um miðbik tuttugustu aldar voru fæstar götur malbikaðar. Smellið hér til að hlusta á Höllu Hauksdóttur segja frá útileikjum og drullumalli í veggkantinum í Laugaráshverfinu

Borgarbörn
Stríðsárin í Kaupmannahöfn
Fyrsti flóttamaðurinn á Íslandi
Kennsla í upphafi aldar