Hættulegir leikir

Hættulegir leikir

Nóvember 1971, Breiðholt, Asparfell. Ljósmyndari ókunnur. Ljósmynd fengin af Ljósmyndasafni Reykjavíkur.

Mörg borgarbarnanna eiga minningar um spennandi atburði og ævintýri í Reykjavík. Borgin gat verið hættuleg og oft voru börn og foreldrar ósammála um það hvar skyldi leikið og hvernig.

Smellið hér til að heyra Harald Ellingssen segja frá því þegar hann vaknar einn morguninn við það að móðurbróðir hans ber upp húsið og tilkynnir fjölskyldunni að það sé búið að hernema Ísland.

Sverrir Guðmundsson flutti í Vesturbæinn þegar hann var 9 ára. Þá voru skólpmálin í ólestri og á meðan fjörurnar heilluðu börnin hryllti hina fullorðnu við leikjum þar. Smellið hér til að heyra Sverri segja frá fjöruferðum vinanna í lok níunda áratugarins.

Katrín Þorsteinsdóttir er fædd 1955 og alin upp í Hlíðahverfinu. Hún minnist þess að þar var mikill fjöldi barna og alltaf nóg af leikfélögum. Mest spennandi þótti krökkunum í Hlíðarhverfinu að fara í könnunarleiðangra upp Öskjuhlíð en það var ekki vel séð af foreldrum. Smellið hér til að heyra Katrínu segja frá ævintýrum í Öskjuhlíð.

Rígur milli stráka úr ólíkum hverfum gat tekið á sig ljóta mynd. Hans Kristján Árnason minnist grimmilegra bardaga um miðbik tuttugustu aldar, þar sem barist var með grjóti og spýtum. Smellið hér til að hlýða á frásögn hans.

Smellið hér til að heyra Harald Ellingssen, f. 1935, segja frá því þegar hann keyrði kassabílinn sinn út í höfn og var bjargað af nálægum sjómanni.

Það var algengara áður fyrr að rafmagnið færi af heilum hverfum í óveðrum og margir myndu eflaust líka halda því fram að óveður hefðu verið algengari. Þórhallur Guðmundsson er fæddur árið 1972. Þegar hann var 10 ára fór rafmagnið af í miklum snjóstormi. Foreldrar hans voru veðurtepptir á Háaleitisbraut og leist drengnum lítið á að vera einn heima í myrkrinu. Smellið hér til að heyra Þórhall segja frá því hvernig hann dúðaði sig og gekk einn síns liðs niður í bæ að finna mömmu og pabba.

Borgarbörn
Stríðsárin í Kaupmannahöfn
Fyrsti flóttamaðurinn á Íslandi
Kennsla í upphafi aldar