|
Heilbrigð sál í hraustum líkamaHeilbrigð sál í hraustum líkamaEldri viðmælendur minntust þess að í skólanum hefði áherslan á aga verið mikil. En börnin áttu ekki aðeins að læra lexíur og prúðmennsku heldur var reynt að stuðla að auknu líkamlegu heilbrigði nemenda. Í Lauganesskóla ríkti mikill agi. Smellið hér til að heyra Lóu Guðjónsdóttur lýsa samskiptum kennara og nemenda. Þegar Lóa Guðjónsdóttir gekk í Lauganesskóla í lok fimmta áratugarins var það til siðs í skólanum að gefa nemendum lýsi. Var því hellt volgu upp í þau úr könnu. Smellið hér til að heyra Lóu segja frá því hvernig hún upplifði þennan sið. Katrín Þorsteinsdóttir, f. 1955, var af skólahjúkrunarkonu talin helst til föl. Hún var send í hópljósatíma í Austurbæjarskóla. Smellið hér til að heyra Katrínu lýsa því hvernig það var að liggja á leikfimisdýnu með öðrum guggnum börnum. Lóa Guðjónsdóttir var sólbrúnt og hraustlegt barn og var aldrei send í ljós. Hún var aftur á móti látin stunda fótaæfingar og bakæfingar í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu. Þessar æfingar áttu að sporna gegn ilsigi og hryggskekkju. Smellið hér til að heyra Lóu segja frá. Hjúkrunarkona í bláum kjól með uppsett hár heimsótti nemendur Vesturbæjarskóla reglulega. Börnin biðu spennt eftir því hvert erindi hennar var hverju sinni, hvort það væru hinir meinlausu berklaplástrar eða andstyggilega tannburstunarkennsla. Þá voru börnin látin bursta upp úr bragðvondri lausn og svo látnir drekka það sem eftir var í glasinu. Þetta líkaði Unu Margréti Jónsdóttur, f. 1966, afar illa. Smellið hér til að heyra hvernig hún brást við. |
|
Miðstöð munnlegrar sögu - Arngrímsgötu 3, 107 Reykjavík - S: 525 5775 - netfang: munnlegsaga(hjá)landsbokasafn.is |