|
Safnkostur - heildarskráSafnkostur Miðstöðvar munnlegrar sögu
MMS 1 Titill: Munnlegt heimildasafn Sagnfræðistofnunnar Skjalamyndari: Helgi Skúli Kjartansson Lýsandi samantekt: Snemma á áttunda áratugnum beitti Ólafur Hansson, þá formaður Sagnfræðistofnunar sér fyrir því að Sagnfræðistofnun kæmi sér upp munnlegu heimildasafni. Helgi Skúli Kjartansson, nú prófessor í sagnfræði en þá nemi fékk það hlutverk að tala við þrjá fyrstu heimildamenn safnsins, þau Önnu Klemensdóttur í Laufási, Valgeir Björnsson fyrrverandi hafnarstjóra og Jón Ívarsson fyrrverandi kaupfélagsstjóra. Alls urðu viðmælendurnir þessa átaks 6 talsins. Tekið var upp á hljóðsnældur af vandaðri gerð, viðtölin voru skráð og sum seinna uppskrifuð orðrétt. Viðtölin voru tekin upp á árunum 1974-1975 og telur safnið um 35 klukkustundir af upptöku. Viðfangsefnin eru fjölbreytt, meðal annars er rætt bæði um sveit og borg, horfna búhætti, félagslíf og skemmtanir, stjórnmál, nám og íþróttir, samskipti innan fjölskyldna, kaupfélögin og verslun, kreppuárin, samgöngumáta, skáldskap og rímur, jafnréttis- og verkalýðsbaráttu. Viðmælendur eru: Anna Klemensdóttir (hlusta hér) Valgeir Björnsson (hlusta hér) Gunnar Benediktsson (hlusta hér) Jón Ívarsson (hlusta hér) Valdimar Sveinbjörnsson (hlusta hér) Björn Bjarnason Umfang og efnisform: 28 kassettur. Gögnin hafa verið yfirfærð á stafrænt form og eru varðveitt á 40 hljóðskrám. Lengd: um 19 klst. Nánar um safnið á einkaskjol.is.
MMS 2 Titill: Steinunn Guðmundsdóttir Skjalamyndari: Hjálmtýr Heiðdal Lýsandi samantekt: Steinunn Guðmundsdóttir (1889–1991), ljósmóðir og húsfreyja á Skriðnesenni, Strandasýslu, segir sögur af uppvexti sínum á Dröngum í Strandasýslu og lífinu í sveitinni. Einnig segir hún frá starfi sínu sem ung ljósmóðir í einu dreifbýlasta héraði landsins. Hluti af viðtalinu var notaður í heimildarmynd Hjálmtýs Heiðdal og Finnboga Hermannssonar um síldarævintýrið á Ströndum, Af síldinni öll erum orðin rík á Ingólfsfirði og Djúpavík. Umfang og efnisform: Ein myndbandsspóla. Nánar um safnið á einkaskjol.is.
MMS 3 Titill: Sveinn Bergsveinsson Skjalamyndari: Jón Guðmundsson Lýsandi samantekt: Sveinn Bergsveinsson (1907–1988), norrænuprófessor við Berlínarháskóla, segir Jóni Guðmundssyni frá lífshlaupi sínu. Hann fæddist í Aratungu í Staðardal og var einn af 15 börnum. Ólst upp hjá frændfólki á Kirkjubóli frá því hann var 8 mánaða. Hann segir frá svaðilförum við veiðar á opnum árabátum og því hve ættingjum hans þótti lítið til koma um áhuga hans á lærsómi. Umfang og efnisform: Sex kassettur, tveir geisladiskar og tvær ljósmyndir. Gögnin hafa verið yfirfærð á stafrænt form og eru varðveitt á sjö hljóðskrám. Lengd: um 9,5 klst. Nánar um safnið á einkaskjol.is.
MMS 4 Titill: Vélsmíði og atvinnulíf á Þingeyri við Dýrafjörð Skjalamyndari: Sumarliði R. Ísleifsson Lýsandi samantekt: Tvö viðtöl um vélsmíði og atvinnulíf á Þingeyri við Dýrafjörð. Sumarliði R. Ísleifsson gaf Miðstöðinni tvær kassettur sem innihalda viðtöl um vélsmíði og iðnað á Vestfjörðum. Viðmælendur eru: Guðmundur J. Sigurðsson og Sigurður Jóhannesson (hlusta hér) Guðmundur Breiðfjörð (hlusta hér) Ásgeir Matthíasson (hlusta hér) Viðtal við Guðmund J. Sigurðsson og Sigurð Jóhannesson var tekið af Stefáni Jónssyni og virðist vera upptaka úr útvarpi. Rætt um lúðuveiðar Englendinga og fleira. Viðtöl við Guðmund Breiðfjörð og Ásgeir Matthíasson voru tekin af Kristjáni Ottóssyni. Umfang og efnisform: Tvær kassettur. Gögnin hafa verið yfirfærð á stafrænt form og eru varðveitt á þremur hljóðskrám. Lengd: um 1 klst, 20 mín. Nánar um safnið á einkaskjol.is.
MMS 5 Titill: Flatey á Breiðafirði: Eyjabúskapur, verslun og samfélagið í eyjunni frá 1900 til 1940 Skjalamyndari: Heiðrún Eva Konráðsdóttir Lýsandi samantekt: Sjö viðtöl um gamla samfélagið í Flatey. Uppskriftir þriggja viðtala fylgja með. Viðmælendur eru: Birna Ögmundsdóttir (f. 1929) Gerður Gestsdóttir (f. 1921) Hallbjörn Bergmann (f.1932) Jón Bogason (1923–2009) Jónína Bergmann (f. 1929) Kristín Guðjónsdóttir (f. 1918) Sigurberg Bogason (1918–2010) Umfang og efnisform: Sjö stafrænar hljóðskrár. Lengd: um 4 klst. Nánar um safnið á einkaskjol.is. Aðgengi að gögnunum er lokað.
MMS 6 Titill: Saga viðskiptaráðuneytisins Skjalamyndari: Viðskiptaráðuneyti Íslands, Guðmundur Jónsson Lýsandi samantekt: Viðtöl við sjö einstaklinga um sögu viðskiptaráðuneytisins. Viðtölin voru tekin árið 1997. Viðmælendur eru: Anna Þórhallsdóttir (1910–2008) Benedikt Antonsson (f. 1922) (hlusta hér) Björn Tryggvason (1924–2004) (hlusta hér) Guðmundur Gíslason (1920–2012) (hlusta hér) Gylfi Þ. Gíslason (1917–2004) (hlusta hér) Jónas H. Haralz (1919–2012) (hlusta hér) Þórhallur Ásgeirsson (1919–2005) (hlusta hér) Umfang og efnisform: 14 kassettur, 6 minidiskar og ein disketta ásamt uppskriftum viðtalanna. Gögnin hafa verið yfirfærð á stafrænt form og eru varðveitt á 17 stafrænum hljóðskrám. Lengd: um 11 klst., 15 mín. Nánar um safnið á einkaskjol.is.
MMS 7 Titill: Farandverkafólk 1973–1983 Skjalamyndari: Sigurlaug Guðlaugsdóttir Lýsandi samantekt: Viðtöl við farandverkafólk 1973-1983. Viðmælendur eru: Árni H. Kristjánsson (f. 1961) (hlusta hér) Benedikt J. Sverrisson (f. 1959) (hlusta hér) Elín Benjamínsdóttir (f. 1925) (hlusta hér) Haraldur Benediktsson (f. 1944) (hlusta hér) Helga Enoksdóttir (f. 1938) (hlusta hér) Katrin Kinga Jósefsdóttir (f. 1951) (hlusta hér) Páll Þorláksson (f. 1936) (hlusta hér) Thelma Ásdísardóttir (f. 1967) (hlusta hér) Þorlákur Kristinsson (Tolli) (f. 1953) (hlusta hér) Patricia (hlusta hér) Jón (hlusta hér) Stella (hlusta hér) Umfang og efnisform: 13 stafrænar hljóðskrár. Lengd: um 6 klst., 45 mín. Nánar um safnið á einkaskjol.is.
MMS 8 Titill: Rokksaga Íslands Skjalamyndari: Daníel Freyr Sólveigarson Lýsandi samantekt: Daníel Freyr Sólveigarson, sagnfræðinemi við HÍ tók þrjú viðtöl um rokksögu Íslands Viðmælendur: Jónas Jónasson (f. 1931) (hlusta hér) Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir (f. 1941) og Þorsteinn Eggertsson (f. 1942) (hlusta hér) Umfang og efnisform: Þrjár stafrænar hljóðskrár. Lengd: um 2 klst., 10 mín. Nánar um safnið á einkaskjol.is.
MMS 9 Titill: Barnavinna fyrr á tímum Skjalamyndari: Kristín Frímannsdóttir Lýsandi samantekt: Kristín Frímannsdóttir, nemi við Kennaraháskóla Íslands, tekur viðtal um vinnu barna fyrr á tímum. Viðmælandi: Sigurður Þorleifsson (f. 1931) (hlusta hér) Umfang og efnisform: Ein stafræn hljóðskrá. Lengd: um 38 mín. Nánar um safnið á einkaskjol.is.
MMS 10 Titill: Saga ASÍ. Um verkalýðsbaráttu á 20. öld. Skjalamyndari: Þorgrímur Gestsson Lýsandi samantekt: Um verkalýðsbaráttu ASÍ á 20. öld. Þorgrímur Gestsson tók viðtölin. Sumarliði Ísleifsson ritaði sögu ASÍ og mótaði umfjöllunarefni viðtalanna. Í safninu eru frásagnir af starfi verkalýðsfélaga, aðallega á Vestur- og Norðurlandi. Rætt er um félagsstarfið, hinar ýmsu atvinnugreinar, gerð kjarasamninga, baráttu fyrir bættri aðstöðu verkafólks og ýmislegt fleira.Viðmælendur eru: Benedikt Davíðsson (1927–2009) (hlusta hér) Bjarnfríður Leósdóttir (f. 1924) (hlusta hér) Björn Þórhallsson (1930–2007) (hlusta hér) Guðmundur H. Garðarsson (f. 1928) hlusta hér) Guðmundur Þ Jónsson (f. 1939) (hlusta hér og hér) Halldór Björnsson (f. 1928) (hlusta hér) Hjálmfríður Stefanía Guðrún Þórðardóttir (f. 1936) (hlusta hér) Jón Helgason (1927–2012) (hlusta hér) Kristján Ásgeirsson (f. 1932) (hlusta hér) Óskar Hallgrímsson (f. 1922) (hlusta hér) Sigurður T. Sigurðsson (f. 1931) (hlusta hér) Snjólaug Björg Kristjánsdóttir (f. 1929) (hlusta hér) Þorbjörg Björnsdóttir (f. 1934) (hlusta hér) Þórir Daníelsson (1923–2008) c/o María Jóhannesdóttir (1920–2009) (hlusta hér) Þorsteinn Arnórsson (f. 1947) (hlusta hér) Þorsteinn Jónatansson (f. 1925) (hlusta hér) Helga Gunnarsdóttir (f. 1935) (hlusta hér) Stella Guðnadóttir (f. 1928) (hlusta hér) Karl Björnsson (f. 1957) Jón Snorri Þorleifsson (f. 1929) (hlusta hér) Helgi Arnlaugsson (f. 1923) (hlusta hér) Andrés Hugo DeMaaker (f. 1956) (hlusta hér) Bjarni L. Gestsson (f. 1940) (hlusta hér) Brygida Figlarska (f. 1975) (hlusta hér) Dorota Adamsdóttir (f. 1973) (hlusta hér) Fara M. Gabon (f. 1966) (hlusta hér) Guðmundur Gunnarsson (f. 1945) (hlusta hér) Guðríður Elíasdóttir (f. 1922) (hlusta hér) Gunnar Guttormsson (f. 1935) (hlusta hér) Gunnhildur Björk Elíasdóttir (f. 1954) (hlusta hér) Helgi A. Ólafsson (f. 1943) (hlusta hér) Jóhann Bjarnason (f. 1938) (hlusta hér) Karítas Pálsdóttir (f. 1941) (hlusta hér) Kristín Hjálmarsdóttir (f. 1935) (hlusta hér) Lárus Benediktsson (f. 1949) (hlusta hér) Mares Stefanoja (hlusta hér) Marteinn Sigursteinsson (f. 1941) (hlusta hér) Málhildur Sigurbjörnsdóttir (1935–2008) (hlusta hér) Pétur Sigurðsson (f. 1931) (hlusta hér) Ragna Guðvarðardóttir (f. 1934) (hlusta hér) Stella Hauksdóttir (f. 1953) (hlusta hér) Svanur Jóhannesson (f. 1929) (hlusta hér og hér) Sverrir Hermannsson (f. 1930) (hlusta hér) Þórður Ólafsson (f. 1938) (hlusta hér) Umfang og efnisform: 49 stafrænar hljóðskrár. Lengd: um 33 klst., 45 mín. Nánar um safnið á einkaskjol.is.
MMS 13 Titill: Áfengissala og vínmenning á Íslandi Skjalamyndari: Jón Skafti Gestsson Lýsandi samantekt: Viðtal um áfengissölu og vínmenningu á Íslandi. Viðmælandi er Höskuldur Jónsson (f. 1937) fyrrverandi forstjóri ÁTVR. Umfang og efnisform: Sjö stafrænar hljóðskrár. Lengd: um 1 klst. Nánar um safnið á einkaskjol.is.
MMS 14 Titill: Saga Benediktssafns Skjalamyndari: Jökull Sævarsson Lýsandi samantekt: Viðtöl tekin vegna rannsóknar á sögu Benediktssafns, Landsbókasafni – Háskólabókasafni Íslands. Árið 2011 voru 150 ár frá fæðingu Benidikts S. Þórarinssonar (1861-1949), kaupmanns og bókasafnara, sem Benediktssafn er kennt við. Viðmælendur eru: Benedikt S. Benedikz (1932–2009) (hlusta hér) Kristín Guðlaugsdóttir (1919–2008) (hlusta hér) Umfang og efnisform: 14 stafrænar hljóðskrár. Lengd: um 3,5 klst. Nánar um safnið á einkaskjol.is.
MMS 15 Titill: Magnús Helgason Skjalamyndari: Sigurður Gylfi Magnússon Lýsandi samantekt: Sigurður Gylfi Magnússon tekur lífsferilsviðtöl við föður sinn Magnús Helgason (1916–2000). Umfang og efnisform: Fimm stafrænar hljóðskrár. Lengd: um 5 klst., 20 mín. Nánar um safnið á einkaskjol.is. Hlusta hér.
MMS 16 Titill: Viðtal við Íslending af erlendu bergi brotnu Skjalamyndari: Sigrún Sigurðardóttir Lýsandi samantekt: Sigrún Sigurðardóttir sagn- og menningarfræðingur tekur viðtal við aðfluttan Íslending. Anh Dao Tran (f. 1959) skýrir frá reynslu sinni af því að vera flóttamaður. Hún flúði frá Víetnam árið 1975 til Bandaríkjanna og kom þaðan til Íslands. Umfang og efnisform: Ein stafræn hljóðskrá. Lengd: um 1 klst., 50 mín. Nánar um safnið á einkaskjol.is.
MMS 17 Titill: Einar Olgeirsson Skjalamyndari: Jón Guðnason Lýsandi samantekt: Viðtal Jóns Guðnasonar prófessors við Einar Olgeirsson (1902–1993) alþingismann. Umfang og efnisform: 23 kassettur. Nánar um safnið á einkaskjol.is.
MMS 18 Titill: Haraldur Ólafsson Skjalamyndari: Jón Guðnason Lýsandi samantekt: Viðtal Jóns Guðnasonar prófessors við Harald Ólafsson (1904–1991). Viðtölin voru voru tekin á árunum 1974–1975 og voru notuð til að skrifa bókina Brimöldur, frásögn Haralds Ólafssonar sjómanns, sem kom út í Reykjavík 1987. Umfang og efnisform: 84 kassettur. Nánar um safnið á einkaskjol.is.
MMS 19 Titill: Konur sem störfuðu með Rauðsokkahreyfingunni Skjalamyndari: Herdís Helgadóttir Lýsandi samantekt: Viðtöl við konur sem störfuðu með Rauðsokkahreyfingunni á árunum 1970–1975 (sumar lengur). Viðtalanna aflaði Herdís Helgadóttir á árinu 1993 vegna BA-ritgerðar í mannfræði og kom ritgerðin út í endurbættri mynd hjá bókaútgáfunni Skjaldborg undir heitinu Vaknaðu kona. Barátta rauðsokka frá þeirra eigin sjónarhóli. Viðmælendur eru: Elísabet Gunnarsdóttir (f. 1945) Erna Sigrún Egilsdóttir (f. 1945) Guðrún Ágústsdóttir (f. 1947) Guðrún Friðgeirsdóttir (f. 1930) Helga Ólafsdóttir (f. 1937) Jóna (dulnefni) Sigríður Kristinsdóttir (f. 1943) Vilborg Harðardóttir (1935–2002) Vilborg Sigurðardóttir (f. 1939) Umfang og efnisform: 12 kassettur. Gögnin hafa verið yfirfærð á stafrænt form og eru varðveitt á 12 hljóðskrám. Lengd: um 16 klst., 20 mín. Nánar um safnið á einkaskjol.is.
MMS 20 Titill: Samtíðarfólk Halldórs Laxness í Mosfellssveit Skjalamyndari: Birgir D. Sveinsson Lýsandi samantekt: Viðtöl við samtíðarfólk Halldórs Laxness í Mosfellssveit. Einnig upptaka af stofufundi á Gljúfrasteini þar sem Sveinn Einarsson (f. 1934) leikstjóri, Björn G. Björnsson (f. 1944) og Jón Þórisson (f. 1948) leikmyndahönnuðir tala um kvikmynd Ríkissjónvarpsins, Brekkukotsannáll, frá árinu 1972. Viðmælendur eru: Andrés Kolbeinsson (1919–2008) Bjarni Bjarnason (f. 1936) Halldór Lárusson (1927–2008) Kjartan Jónsson (f. 1951) Kjartan Ragnarsson (f. 1945) Klara Þórðardóttir (f. 1941) Magnús Jónasson (f. 1928) Reynir Vilhjálmsson (f. 1934) Theodór Halldórsson (f. 1925) Úlfhildur Hermannsdóttir (f. 1929) Þórdís Jóhannesdóttir (f. 1934) Umfang og efnisform: 15 stafrænar hljóðskrár. Lengd: um 5 klst. Nánar um safnið á einkaskjol.is.
MMS 21 Titill: Fjórir Mosfellssveitungar um horfna tíð og stríðsárin Skjalamyndari: Birgir D. Sveinsson Lýsandi samantekt: Viðtöl við fjóra Mosfellssveitunga um horfna tíð og stríðsárin. Viðmælendur eru: Kjartan Jónsson (f. 1951) Einar Laxness (f. 1931) Guðmundur Pálmar Jónasson Jón bóndi á Reykjum Umfang og efnisform: Fimm stafrænar hljóðskrár. Lengd: um 4 klst. Nánar um safnið á einkaskjol.is.
MMS 22 Titill: Reykjavíkursögur Skjalamyndari: Unnur María Bergsveinsdóttir, Brynhildur Sveinsdóttir og Hlín Gunnarsdóttir Lýsandi samantekt: Söfnun á vegum Miðstöðvar munnlegrar sögu og Reykjavíkurborgar á árunum 2007–2009. Viðtöl við einstaklinga um ævi og uppvöxt í borginni. Markmiðið með verkefninu var að safna, varðveita og miðla Reykjavíkursögum frá ólíkum tímum. Viðmælendur eru alls 91. Sjá nánar um verkefnið hér. Umfang og efnisform: 71 stafræn hljóðskrá. Lengd: um 23 klst., 45 mín. Nánar um safnið á einkaskjol.is.
MMS 23 Titill: Flóttamenn á Íslandi Skjalamyndari: Sigrún Alba Sigurðardóttir og Unnur María Bergsveinsdóttir Lýsandi samantekt: Viðtöl við tvo flóttamenn á Íslandi, Þau Mikael Fransson (f. 1935) og Ingeborg Einarsson (1921–2014). Mikael Fransson fæddist í Ungverjalandi árið 1935. Árið 1956 kom hann ásamt hópi flóttafólks til Íslands og hefur búið hér síðan. Mikael hefur lengst af starfað sem auglýsingateiknari og hönnuður og var brautryðjandi á því sviði hér á landi. Árið 1961 kvæntist hann Kristjönu Birgis og eiga þau tvær uppkomnar dætur. Mikael býr nú ásamt eiginkonu sinni í efra Breiðholti og hefur útsýni bæði til austurs og vesturs. Í viðtali við Sigrúnu Sigurðardóttur og Unni Maríu Bergsveinsdóttur segir hann frá lífi sínu á Íslandi, æskunni í Ungverjalandi og þeim atburðum sem urðu þess valdandi að hann yfirgaf heimaland sitt og settist að hér á hjara veraldar. Ingeborg Einarsson fæddist í Danmörku árið 1921 en fluttist til Íslands árið 1946 með íslenskum eiginmanni sínum og tveimur börnum. Hún hefur búið hér á landi alla tíð síðan. Í viðtali við Sigrúnu Sigurðardóttur segir Ingeborg frá lífinu í Danmörku í skugga síðari heimsstyrjaldarinnar. Umfang og efnisform: 17 stafrænar hljóðskrár. Lengd: um 25 mín. Nánar um safnið á einkaskjol.is.
MMS 24 Titill: Sovétviðtöl Skjalamyndari: Rósa Magnúsdóttir Lýsandi samantekt: Viðtöl um Sovétríkin. Viðmælendur eru: Halla Kristjana Hallgrímsdóttir (f. 1925) Kjartan Ólafsson (f. 1933) Örbrún Halldórsdóttir (f. 1933) Umfang og efnisform: Fimm stafrænar hljóðskrár. Lengd: um 4,5 klst. Nánar um safnið á einkaskjol.is. Aðgengi að gögnunum er lokað.
MMS 25 Titill: Konur í borgarstjórn Skjalamyndari: Gróa Másdóttir Lýsandi samantekt: Viðtöl við sex konur um setu þeirra í borgarstjórn. Viðmælendur eru: Adda Bára Sigfúsdóttir (f. 1926) Guðrún Helgadóttir (f. 1935) Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (f. 1954) Jóna Gróa Sigurðardóttir (f. 1935) Sigrún Magnúsdóttir (f. 1944) Steinunn Valdís Óskarsdóttir (f. 1965) Umfang og efnisform: Sex stafrænar hljóðskrár. Lengd: um 3 klst., 35 mín. Nánar um safnið á einkaskjol.is.
MMS 26 Titill: Lífsferilsviðtöl við ættingja Borghildar Óskarsdóttur Skjalamyndari: Borghildur Óskarsdóttir Lýsandi samantekt: Safn ítarlegra lífsferilsviðtala við 10 ættingja Borghildar Óskarsdóttir myndlistarkonu. Viðmælendur eru: Óskar Bjarnson (1912–2007) Ragnar Bjarnason (1913–2006) Arndísi Bjarnadóttir (1915–2005) Róbert Bjarnason (1917–2007) Bóas Hallgrímsson (1924–2012.) Ingibjörg Malmquist (f. 1924) Rakel Malmquist (f. 1924) Kristrún Malmquist (f. 1926) Guðný Laxdal (1925–2006) Tómas Emilsson (1918–2002) Umfang og efnisform: 25 kassettur. Gögnin hafa verið yfirfærð á stafrænt form og eru varðveitt á 39 hljóðskrám. Lengd: um 30 klst., 50 mín. Nánar um safnið á einkaskjol.is. Aðgengi að gögnunum er takmarkað.
MMS 27 Titill: Ingibjörg Þórunn Bjarnadóttir og Kristján Jón Jónsson Skjalamyndari: Herdís Helgadóttir Lýsandi samantekt: Viðtal Herdísar Helgadóttur við Ingibjörgu Þórunni Bjarnadóttur (1921–2000) og Kristján Jón Jónsson (1921–2002). Umfang og efnisform: Þrjár kassettur. Gögnin hafa verið yfirfærð á stafrænt form og eru varðveitt í þremur hljóðskrám. Lengd: um 3 klst., 45 mín. Nánar um safnið á einkaskjol.is.
MMS 28 Titill: Fyrsta ferð til Borgarfjarðar á bíl o.fl. Skjalamyndari: Gestur G. Árnason Lýsandi samantekt: Viðtal Gests G. Árnasonar við Árna Þ. Stefánsson (1911–1982), tekið um 1975. Árni segir m.a. frá fyrstu ferð sinni til Borgarfjarðar á bíl.‘ Umfang og efnisform: Ein kassetta. Gögnin hafa verið yfirfærð á stafrænt form og eru varðveitt á einni hljóðskrá. Lengd: um 25 mín. Nánar um safnið á einkaskjol.is.
MMS 29 Titill: Svana Skjalamyndari: Ævar Kjartansson Lýsandi samantekt: Viðtal Ævars Kjartanssonar við Svanhvíti Friðriksdóttur, Svönu (1916–2009). Umfang og efnisform: 15 stafrænar hljóðskrár. Lengd: um 3 klst., 20 mín. Nánar um safnið á einkaskjol.is.
MMS 30 Titill: Söguhópur friðarsinna Skjalamyndari: Unnur Jónsdóttir og Ingibjörg Haraldsdóttir Lýsandi samantekt: Unnur Jónsdóttir og Ingibjörg Haraldsdóttir taka viðtöl um sögu friðarhreyfinga á Íslandi viðmælendur eru: Jóhanna Bogadóttir (f. 1944) Sigurhanna Sigurjónsdóttir (f. 1950) Margrét Pála Ólafsdóttir (f. 1957) Theodóra Thoroddsen (f. 1929) Umfang og efnisform: Sjö stafrænar hljóðskrár. Lengd: um 5 klst., 10 mín. Nánar um safnið á einkaskjol.is.
MMS 31 Titill: Viðtöl frá Minjasafninu á Hnjóti Skjalamyndari: Minjasafnið á Hnjóti, Jónas Jónasson Lýsandi samantekt: Ý miss konar efni, virðist að mestu vera tekið upp úr útvarpi. Jónas Jónasson ræðir við Egil Ólafsson (1925–1999), Ragnheiði Magnúsdóttur (1926–2001) og Ólaf Magnússon (1900–1996), Magnús Gestsson (1909–2000), Helga Þ. Fjeldsted (1886–1969), Hafliða Halldórsson (1899–1987), Andrés Karlsson (1908–1994). Jónas Jónasson, Úr móðu liðins tíma. Messa í Sauðlauksdalskirkju 2.8. 1974 Hannibal Valdimarsson (1903–1991) predikar. Jónas Jónasson ræðir við Ólaf Einarsson tónlistarkennara á Patreksfirði og þrjá nemendur hans sem jafnframt spila tvö lög. Jónas ræðir við tvo lækna á spítalanum, Ara Jóhannesson (f. 1947) og Tómas Zoëga (f. 1947), um aðstæður þar og fleira. Ágúst Pétursson (1916–1996) bakari fjallar nokkuð um sögu Patreksfjarðar. Umfang og efnisform: Sex kassettur. Gögnin hafa verið yfirfærð á stafrænt form og eru varðveitt í fimm hljóðskrám. Lengd: um 5 klst. Nánar um safnið á einkaskjol.is.
MMS 32 Titill: Fjallskil Miðfirðinga Skjalamyndari: Elínbjörg Helgadóttir Lýsandi samantekt: Elínbjörg Helgadóttir tekur viðtöl um fjallskil Miðfirðinga. Viðmælendur: Einar Daníelsson (f. 1921) Guðmundur björnsson (f. 1920) Helgi Björnsson (f. 1947) Jón Elís Björnsson (f. 1932) Teodór Pálsson (f. 1926) Magnús Guðmundsson (f. 1928) Umfang og efnisform: Sex stafrænar hljóðskrár. Lengd: um 5 klst., 5 mín. Nánar um safnið á einkaskjol.is.
MMS 33 Titill: Sjósókn í Austur-Landeyjum Skjalamyndari: Matthías Pétursson Lýsandi samantekt: Viðtöl við þrjá karlmenn um sjósókn í Austur-Landeyjum. Viðmælendur: Guðmundur Jónasson (1893–1986) Magnús Finnbogason (1933–2009) Magnús Jónsson (1898–1983) Umfang og efnisform: Þrjár kassettur. Gögnin hafa verið yfirfærð á stafrænt form og eru varðveitt í fjórum hljóðskrám. Lengd: um 4 klst., 25 mín. Nánar um safnið á einkaskjol.is.
MMS 34 Titill: Carl Johann Gränz Skjalamyndari: Áki Guðni Gränz Lýsandi samantekt: Viðtal Áka Guðna Gränz við föður sinn, Carl Johann Gränz (1887–1967). Umfang og efnisform: Einn geisladiskur og segulband. Gögnin hafa verið yfirfærð á stafrænt form og eru varðveitt í 18 hljóðskrám. Lengd: um 1 klst., 15 mín. Nánar um safnið á einkaskjol.is.
MMS 35 Titill: Georgia Magnea Kristmundsdóttir Skjalamyndari: Unnur María Bergsveinsdóttir Lýsandi samantekt: Unnur María Bergsveinsdóttir tekur viðtal við Georgiu Magneu Kristmundsdóttur (f. 1951). Rætt um uppvöxt Georgíu í Kópavogi, en hún bjó við Kópavogshælið. Umfang og efnisform: Ein stafræn hljóðskrá. Lengd: um 1 klst. Nánar um safnið á einkaskjol.is.
MMS 36 Titill: Anna á Hesteyri Skjalamyndari: Rannveig Þórhallsdóttir Lýsandi samantekt: Viðtöl Rannveigar Þórhallsdóttur við Önnu Mörtu Guðmundsdóttur (1929–2009) á Hesteyri í Mjóafirði. Anna rekur æviferil sinn og ræðir um menn og málefni. Einnig eru viðtöl við Björn Þór Sigurbjörnsson (f. 1951), Fjólu Ísfeld (f. 1931) og Karólínu Þorsteinsdóttur (f. 1928). Umfang og efnisform: Sjö geisladiskar. Gögnin hafa verið yfirfærð á stafrænt form og eru varðveitt í 49 hljóðskrám. Lengd: um 10 klst, 20 mín. Nánar um safnið á einkaskjol.is. Aðgengi að gögnunum er takmarkað. MMS 37 Titill: Rútubílasögur Skjalamyndari: Guðrún Friðriksdóttir Lýsandi samantekt: Guðrún Friðriksdóttir tekur viðtöl um rútubílstjóra og ferðalög þeirra um landið. Viðmælendur: María Sæmundsdóttir (f. 1974) Einar Guðmann Örnólfsson (f. 1973). Umfang og efnisform: Fjórar stafrænar hljóðskrár. Lengd: um 2 klst., 40 mín. Nánar um safnið á einkaskjol.is.
MMS 38 Titill: Ragnheiður Árnadóttir Skjalamyndari: Valgarður Stefánsson Lýsandi samantekt: Valgarður Stefánsson tekur viðtal við Ragnheiði Árnadóttur (f. 1920), fyrrverandi yfirhjúkrunarkonu og hjúkrunarforstjóra við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Í viðtalinu segir Ragnheiður frá fjölskyldu sinni, kynnum sínum af Davíð Stefánssyni frá Fagraskógi og fer með kvæði eftir hann, frá miklum síldarárum á Hjalteyri og því þegar herinn kom þangað 1940. Umfang og efnisform: Einn geisladiskur og uppskrift af viðtalinu. Gögnin hafa verið yfirfærð á stafrænt form og eru varðveitt í einni hljóðskrá. Lengd: um 25 mín. Nánar um safnið á einkaskjol.is.
MMS 39 Titill: Reykvíska eldhúsið Skjalamyndari: Brynhildur Sveinsdóttir Lýsandi samantekt: Viðtöl um mat og matarmenningu í Reykjavík á tuttugustu öld. Brynhildur Sveinsdóttir tók viðtölin, sem unnin voru í tengslum við sýninguna „Reykvíska eldhúsið“ í samvinnu við félagið Matur, saga, menning. Viðmælendur eru: Bryndís Steinþórsdóttir (f. 1928) Dröfn Farestveit (f. 1941) Kristín Jónsdóttir (f. 1933) Úlfar Eysteinsson (f. 1947) Judith Þorbergsson (f. 1965) Íris sveinsdóttir (f. 1966) Jóhannes Jónsson (1940–2013) Sylvía Gunnarstein (f. 1943) Sigurbjörg Kristjánsdóttir (f. 1925) Indíana Sigfúsdóttir (f. 1945) Guðríður Bryndís Jónsdóttir (f. 1936) Sigurður Þórðarson (f. 1945) Helga Einarsdóttir (f. 1922) Kalidas Shetty (f. 1959) Rúnar Marvinsson (f. 1945) Umfang og efnisform: Sjö geisladiskar og uppskriftir viðtalanna. Gögnin hafa verið yfirfærð á stafrænt form og eru varðveitt í 14 hljóðskrám. Lengd: um 10 klst., 10 mín. Nánar um safnið á einkaskjol.is.
MMS 40 Titill: Sögur af Stefáni Stórval frá Möðrudal Skjalamyndari: Sigmar Ólafur Maríusson Lýsandi samantekt: Sigmar Ólafur Maríusson (f. 1935) segir sögur af Stefáni Stórval frá Möðrudal (1908–1994). Umfang og efnisform: Einn geisladiskur. Gögnin hafa verið yfirfærð á stafrænt form og eru varðveitt í 26 hljóðskrám. Lengd: um 40 mín. Nánar um safnið á einkaskjol.is.
MMS 41 Titill: Ættingjar Dagnýjar Heiðdal Skjalamyndari: Dagný Heiðdal Lýsandi samantekt: Viðtöl sem Dagný Heiðdal tók við ættingja sína um lífshlaup þeirra. Viðmælendur eru: Katrín Vigfússon (1904–2000) María Hjálmtýsdóttur (1913–1991) Adolf Jakob Smith (1912–2006) Guðbjörg Páley Björnsdóttir (1917–2012) Umfang og efnisform: Níu kassettur og uppskriftir viðtalanna. Gögnin hafa verið yfirfærð á stafrænt form og eru varðveitt í níu hljóðskrám. Lengd: um 8 klst., 50 mín. Nánar um safnið á einkaskjol.is.
MMS 42 Titill: Minningar úr kvennabaráttunni 1965–1980 Skjalamyndari: Fríða Rós Valdimarsdóttir og Halla Kristín Einarsdóttir Lýsandi samantekt: Viðtöl við 17 konur vegna verkefnis um kvennabaráttuna Fríða Rós Valdimarsdóttir og Halla Kristín Einarsdóttir unnu. Verkefnið var unnið í samvinnu við Hlaðvarpan. Viðmælendur eru: Ásdís Skúladóttir (f. 1943) Björg Einarsdóttir (f. 1925) Dagný Kristjánsdóttir (f. 1945) Elísabet Gunnarsdóttir (f. 1945) Erna Sigrún Egilsdóttir (f. 1945) Guðfinna Bjarnadóttir (f. 1943) Guðrún Helgadóttir (f. 1935) Guðrún Ögmundsdóttir (f. 1959) Helga Ólafsdóttir (f. 1937) Hildur Hákonardóttir (f. 1938) Hildur Jónsdóttir (f. 1955) Hlín Agnarsdóttir (f. 1953) Katrín Fjeldsted (f. 1946) Kristín A Ólafsdóttir (f. 1949) Rannveig Jónsdóttir (f. 1935) Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir (f. 1947) Vilborg Sigurðardóttir (f. 1939) Umfang og efnisform: 17 stafrænar hljóðskrár. Lengd: um 18 klst. Einnig 35 myndbandsspólur. Nánar um safnið á einkaskjol.is.
MMS 43 Titill: Viðtöl við starfsmenn RARIK Skjalamyndari: Nikulás Ægisson, Helgi M. Sigurðsson Lýsandi samantekt: Viðtöl við fyrrverndi og núverandi starfsmenn Rarik. Hluti af þeim er tekinn árið 1999 af Nikulási Ægissyni. Viðtöl tekin árið 2007 og á árunum 2012–2014 voru tekin af Helga M. Sigurðssyni. Tilgangur vitðalanna er að varðveita minningar og frásagnir forvitnilegra persóna eða góðra sögumanna og fá fyllri upplýsingar frá öðrum sjónarhóli heldur en áður hefur verið gert um starfsemi RARIK í gegnum tíðina. Viðmælendur: Jóhann Kjartansson (f. 1937) Ómar Ólafsson (f. 1945) Þórmundur Þórmundsson (1932–2009) Guðjón Guðmundsson (1914–2000) Jakob Ágústsson (1926–2012) Stefán Árnason Ásgeir Jónsson Ásgrímur Tryggvason (f. 1926) Baldur Helgason (1922–2013) Elías Valgeirsson (1912–2008) Haraldur Bergþórsson (1926–2011) Helgi Jónsson (1923–2002) Ingólfur Árnason (1924–2004) Ingvar Guðjónsson (1919–2008) Jón Helgason (1929–2007) Þórólfur Jónsson Erling Garðar Jónasson (f. 1935) Gísli Hermannsson Ólafur Magnússon Svavar Einarsson (f. 1934) Umfang og efnisform: 13 stafrænar hljóðskrár. Lengd: um 13 klst., 45 mín. Nánar um safnið á einkaskjol.is. Aðgengi að gögnunum er takmarkað.
MMS 44 Titill: Estrid Falberg Skjalamyndari: Ásmundur Brekkan Lýsandi samantekt: Ásmundur Brekkan tekur viðtöl við Estrid Falberg (1892–1978), m.a. um Háskólann í Nääs í Svíþjóð, Koopmanska Skolan í Gautaborg, heimsókn til Englands, ferðalög í Austurríki, bernsku í Svíþjóð, Anders Falberg föður Estrid o.fl. Umfang og efnisform: 14 kassettur. Gögnin hafa að hluta til verið yfirfærð á stafrænt form og eru varðveitt í 11 hljóðskrám. Lengd: um 9,5 klst. Nánar um safnið á einkaskjol.is.
MMS 45 Titill: Sæstrengir, fjarskiptasaga Skjalamyndari: Einar H. Reynis Lýsandi samantekt: Einar H Reynis tekur viðtöl vegna Sæstrengja. Viðtölin fjalla um þróun síma- og tölvufjarskipta frá byrjun þeirra 1906 og fram til 2000. Viðmælendur eru: Þorvaldur Jónsson (f. 1949) Hilmar Ragnarsson (f. 1948) Þorvarður Björn Jónsson (f. 1928) Brandur Hermannsson (f. 1946) Kristinn M. Kristinsson (f. 1949) Óli Viðar Thorstensen (f. 1948) Sigmar Jóhannesson (f. 1956) Sævar Guðjónsson (f. 1947) Umfang og efnisform: 12 stafrænar hljóðskrár. Lengd: um 23,5 klst. Nánar um safnið á einkaskjol.is.
MMS 46 Titill: Kreppusögur Skjalamyndari: Unnur María Bergsveinsdóttir, Rannveig Þórhallsdóttir, Salvör Aradóttir, Margrét Sveinbjörnsdóttir, Brynhildur Sveinsdóttir, Íris Ellenberger, Narfi Jónsson, Óli Már Hrólfsson, Kristján Hrannar Pálsson, Arna Björk Jónsdóttir, Ingimundur Einar Grétarsson, Oddur Freyr Þorsteinsson Lýsandi samantekt: Frásagnir fólks af fjármálakreppunni sem skall á íslensku þjóðinni í byrjun október 2008, markviss söfnun hóst 9. október 2008 og stóð verkefnið til ársins 2010. Viðmælendur eru: Einar Haukur Reynis (f. 1958) Hlíf Böðvarsdóttir (f. 1976) Magnús Þór Hafsteinsson (f. 1964) Anna Þórunn Reynis (f. 1965) G. Pétur Matthíasson (f. 1960) Kristín Bragadóttir (f. 1948) Sigrún Vala Valgeirsdóttir (f. 1959) Jenny Johansen (f. 1949) Birgir Björnsson (f. 1961) Helga Bára Bartels (f. 1973) Letetia Jonsson (f. 1962) Sveinn Andri Sveinsson (f. 1964) Unnur María Bergsteinsdóttir (f. 1978) Kjartan Gunnarsson (f. 1966) Málfríður Benediktsdóttir (f. 1953) Nicolle Zelle (f. 1978) Hlín Agnarsdóttir (f. 1953) Ingibjörg Pétursdóttir (f. 1953) Kristín Gylfadóttir (f. 1953) Inga Aradóttir (f. 1955) Rannveig Rúna Guðmundsdóttir Saari (f. 1987) Kristín Baldursdóttir (1982–2012) Kolbeinn Sveinbjörnsson (f. 1975) Bryndís Bjarnadóttir (f. 1923) Hörður Guðjónsson (f. 1956) Guðný Þorsteinsdóttir (f. 1973) Kjartan Gunnarsson (f. 1951) Árni Daníel Júlíusson (f. 1959) Ragnheiður Gestsdóttir (f. 1953) Jón Magnússon (f. 1946) Gunnar Svavarsson (f. 1962) Steinunn Valdís Óskarsdóttir (f. 1965) Álfheiður Ingadóttir (f. 1951) Helgi Hjörvar (f. 1967) Valgerður Sverrisdóttir (f. 1950) Kjartan Ingvi Björnsson (f. 1984) Anna Jónsdóttir (f. 1926) Anna Maria McCrann (f. 1962) Berghildur Bernharðsdóttir (f. 1968) Björg Sigurðardóttir (f. 1943) Björgvin Bjarnason (f. 1949) Guðrún Kristmundsdóttir (f. 1962) Halla Sigurgeirsdóttir (f. 1959) Hekla Dögg Jónsdóttir (f. 1969) Inga Jessen (f. 1977) Pétur Snorrason (f. 1979) Rakel Sigurgeirsdóttir (f. 1961) Þóra Gylfadóttir (f. 1977) Þórey Magnúsdóttir (f. 1948) Ari Svavarsson (f. 1964) Ása Sigurlaug Harðardóttir (f. 1971) Ásberg Helgason (f. 1971) Ásdís Arnardóttir (f. 1963) Guðmann Elísson (f. 1958) Guðrún Ása Jakobsdóttir (f. 1984) Heiða Björk Heiðarsdóttir (f. 1964) Ingimundur Einarsson (f. 1963) Ólafur Garðarsson (f. 1962) Ólafur Örn Jónsson (f. 1966) Pétur Geirsson (f. 1934) Signý Hafsteinsdóttir (f. 1968) Anna Valgarðsdóttir (f. 1959) Finnbogi Jökull Pétursson (f. 1988) Helgi Sigurður Karlsson (f. 1980) Hulda Sigurlaug Eyjólfsdóttir (f. 1940) Sif Jónsdóttir ( f. 1960) Sigrún Sigurðardóttir (f. 1967) Sigurður Hreinn Sigurðsson (f. 1962) Sturla Jónsson (f. 1966) Þorsteinn Úlfar Björnsson (f. 1951) Þorvaldur Óttar Guðlaugsson (f. 1959) Umfang og efnisform: 104 stafrænar hljóðskrár. Lengd: um 64,5 klst. Nánar um safnið á einkaskjol.is.
MMS 47 Titill: Bjarni Veturliðason og Hermína Sigurgeirsdóttir Skjalamyndari: Gylfi Pálsson Lýsandi samantekt: Gylfi Pálsson tekur viðtöl um mannlíf í Reykjavík og fleira. Viðmælendur: Bjarni Veturliðason (1931–1997) Hermína Sigurgeirsdóttir (1904–1999) Umfang og efnisform: Þrjár stafrænar hljóðskrár. Lengd: um 1 klst, 23 mín. Nánar um safnið á einkaskjol.is.
MMS 48 Titill: Lífið í Reykjavík á árum fyrri kreppu um 1930 og síðar Skjalamyndari: Brynhildur Sveinsdóttir Lýsandi samantekt: Sögur tengdar fyrri kreppu. Rætt um lífið í Reykjavík á fyrri hluta 20. aldar. Viðmælandi er Guðbjörg Lilja Guðmundsdóttir (1927–2013). Umfang og efnisform: Tvær stafrænar hljóðskrár. Lengd: um 1 klst., 25 mín. Nánar um safnið á einkaskjol.is.
MMS 49 Titill: Lífsferilsviðtöl við ættingja Sigurðar Kristjánssonar Skjalamyndari: Sigurður Kristjánsson Lýsandi samantekt: Lífsferilsviðtöl við ættingja Sigurðar Kristjánssonar. Viðmælendur eru: Baldur Ingólfsson (1920–2012) Þórunn Elísabet Ingólfsdóttir (f. 1928) Kristján Hörður Ingólfsson ( f. 1931) Svava Ólafsdóttir (f. 1919) Sigvaldi Jónsson (f. 1928) Herdís Guðjónsdóttir (f. 1936) Dýrleif Finnsdóttir (f. 1922) Erna Árnadóttir (f. 1922) Umfang og efnisform: Tíu míníkassettur. Gögnin hafa verið yfirfærð á stafrænt form og eru varðveitt í 14 hljóðskrám. Lengd: um 13,5 klst. Nánar um safnið á einkaskjol.is.
MMS 50 Titill: Gefjunareingirnið Skjalamyndari: Kristín Jónsdóttir Lýsandi samantekt: Kristín Jónsdóttir tekur viðtal við Aðalbjörgu Jónsdóttur (f. 1916) vegna ritgerðar í sagnfræði. Umfang og efnisform: Þrjár stafrænar hljóðskrár. Lengd: um 2,5 klst. Nánar um safnið á einkaskjol.is. |
|
Miðstöð munnlegrar sögu - Arngrímsgötu 3, 107 Reykjavík - S: 525 5775 - netfang: munnlegsaga(hjá)landsbokasafn.is |