Hlutverk

Hlutverk Miðstöðvar munnlegrar sögu er að:

• Safna, skrá og varðveita heimildir í munnlegri geymd, einkum þær sem varða sögu Íslendinga. Einnig að skrá og yfirfæra eldri hljóðupptökur á stafrænt form til að tryggja varðveislu þeirra og veita almenningi aðgang að þeim.

• Stuðla að greiðum aðgangi almennings og fræðimanna í ýmsum greinum vísinda og fræða að munnlegum heimildum.

• Efla munnlega sögu sem aðferð innan sagnfræði með rannsóknum og fræðilegri umræðu. Í því skyni tekur Miðstöðin að sér rannsóknarverkefni og veitir jafnframt einstaklingum og stofnunum aðstoð og aðstöðu við að vinna rannsóknarverkefni. Fræðimönnum gefst kostur á að leggja heimildir sem verða til við rannsóknir (viðtöl og fylgigögn) inn til varðveislu í Miðstöðinni.

• Leiðbeina, fræða og þjálfa fólk við söfnun og notkun munnlegra heimilda í sögurannsóknum bæði að því er lýtur að fræðilegum og tæknilegum atriðum, svo og lagalegum og siðferðilegum atriðum

• Stuðla að samstarfi innlendra og erlendra safna og rannsóknaraðila á sviði munnlegrar sögu og munnlegrar geymdar.

Borgarbörn
Stríðsárin í Kaupmannahöfn
Fyrsti flóttamaðurinn á Íslandi
Kennsla í upphafi aldar