Í sístækkandi borg

Í sístækkandi borg

Júní 1972, blokkir í Efra-Breiðholti í byggingu, sennilega Fellahverfi. Kona á gangi með barnavagn og tvö börn. Ljósmyndari ókunnur. Ljósmynd fengin af Ljósmyndasafni Reykjavíkur.

Fólki fjölgaði ört í Reykjavík eftir síðari heimsstyrjöldina. Ný hverfi byggðust upp með ógnarhraða og fylltust börnum sem komu allsstaðar að. Göturnar voru ómalbikaðar og nýbyggingarnar spennandi.

Árið 1945 var Reykjavík mun minni en hún er í dag. Hér segir Reykvíkingur fæddur árið 1939 frá því þegar hann var sendur í sveit í fyrsta skipti sex ára gamall. Sveitin var Flekkudalur í Kjós, en í dag þykir það ekki langur spotti. Í augum drengsins var þetta hinsvegar óravegur og fannst honum hann þegar vera kominn út í sveit þegar komið fram fram hjá Hlemmi. Smellið hér til að heyra af ferðalaginu í sveitina.

Lóa Guðjónsdóttir fluttist til Reykjavíkur úr Fljótshlíðinni árið 1948, þá tíu ára gömul. Henni fannst mikill munur á borg og sveit. Smellið hér til að heyra hvernig Lóu sýndist borgin.

Halla Hauksdóttir ólst upp í Laugarásnum í upphafi sjöunda áratugarins. Þegar hún man fyrst eftir sér stóð hús fjölskyldunnar hálfpartinn úti í sveit en fljótlega spruttu ný hús upp í kringum það og allt fylltist af nýjum krökkum. Smellið hér til að heyra Höllu segja frá.

Í upphafi níunda áratugarins var Breiðholtið orðið að stærsta hverfi borgarinnar. María Helen Eiðsdóttir er Breiðhyltingur í húð og hár. Smellið hér til að heyra Maríu rifja upp hvernig það var að alast upp í hverfi þar sem allt var nýtt og umhverfið ævintýralegt.

Borgarbörn
Stríðsárin í Kaupmannahöfn
Fyrsti flóttamaðurinn á Íslandi
Kennsla í upphafi aldar