MMS 51 - MMS 100

MMS 51

Titill: Axel Helgason

Skjalamyndari: Ólafur Axelsson

Lýsandi samantekt: Ólafur Axelsson tekur viðtal við Axel Helgason (1909–2001). Axel lærði húsasmíði en vann lengst við módelsmíðar, fyrst hjá Guðjóni Samúlessyni, húsameistara ríkisins, og síðan hjá minjasafni Reykjavíkurborgar. Axel var einn af þeim sem vann að gerð Íslandskortsins sem er í Ráðhúsi Reykjavíkur. Segir hann frá æsku sinni og uppvexti og störfum sínum sem barn og ýmsum svaðilförum þeim tengdum. Hann segir frá þeim bæjum sem hann bjó á eftir að hann lenti á hreppnum, svo og frá störfum sínum. Einnig frá bílslysi sem hann lenti í og óhefðbundnum lækningum sem hann fékk við meiðslum sínum. Axel segir frá því þegar hann hitti guð og frá eftirminnilegum draumum.

Umfang og efnisform: Ein kassetta. Gögnin hafa verið yfirfærð á stafrænt form og eru varðveitt í einni hljóðskrá. Lengd: um 1 klst., 25 mín.

Nánar um safnið á einkaskjol.is.

 

MMS 52

Titill: Líf og störf undir Eyjafjöllum og í Vestmannaeyjum á 20. öld

Skjalamyndari: Hans Þorvaldsson

Lýsandi samantekt: Hans Þorvaldsson tekur viðtöl við föður sinn, Þorvald Þorgrímsson (f. 1925) um líf og störf undir Eyjafjöllum og í Vestmannaeyjum á 20. öld.

Umfang og efnisform: 10 stafrænar hljóðskrár. Lengd: um 2,5 klst.

Nánar um safnið á einkaskjol.is.

 

MMS 53

Titill: Af vatni og fólki — mannlíf við Þingvallavatn

Skjalamyndari: Margrét Sveinbjörnsdóttir

Lýsandi samantekt: Viðtöl um mannlíf og búskaparhætti við Þingvallavatn á 20. öld. Þungamiðjan í viðtölunum er Þingvallavatn, sambúðin við það, veiðar í vatninu, áhrif virkjana á lífríkið og þau áhrif sem nálægðin við vatnið hefur á líf fólksins. Ennfremur er spurt um mannlíf við vatnið almennt, heimilishald og búskaparhætti, skólagöngu, félagslíf, sumarbústaðabyggð, kirkju og þjóðgarð á Þingvöllum. Viðmælendur eru á öllum aldri og eiga það sammerkt að hafa ýmist búið, alist upp eða dvalið um lengri eða skemmri tíma á svæðinu umhverfis Þingvallavatn, þ.e. í Þingvallasveit, Grafningi og hluta Grímsness. Viðmælendur eru:

Þórdís G. Ottesen (1911–2012)

Steinunn Elínborg Guðmundsdóttir (f. 1940)

Pálína Þorsteinsdóttir (1927–2008)

Sigríður Kjartansdóttir  (f. 1926)

Egill Guðmundsson (1921–2008)

Sigrún Jóhannesdóttir (f. 1936)

Ingveldur Eiríksdóttir (f. 1965)

Þórdís Jóhannesdóttir (f. 1934)

Ragnar Lundborg Jónsson (f. 1931)

Jóhann Jónsson (f. 1934)

Rósa Bachmann Jónsdóttir (f. 1951)

Guðrún Þóra Guðmannsdóttir (f. 1950)

Halla Einarsdóttir (1930–2009)

Halldór Magnússon (1922–2011)

Böðvar Stefánsson (f. 1924)

Steingrímur Gíslason (f. 1921)

Hörður Guðmannsson (f. 1941)

Elísabet Einarsdóttir (1922–2012)

Anna María Einarsdóttir (f. 1941)

Sveinbjörn Jóhannesson (1937–2012)

Sigurður Hannesson (1926–2012)

Sigrún Guðmundsdóttir (f. 1931)

Kári Guðbjörnsson (f. 1956)

Gunnlaugur Geir Guðbjörnsson (f. 1943)

Bergþóra Snæbjörnsdóttir Ottesen (f. 1931)

Björn Guðmundsson (f. 1926)

Ingiríður Magnea Snæbjörnsdóttir (f. 1929)

Arnar Tryggvason (f. 1969)

Bergljót Haraldsdóttir (f. 1922)

Birta Jóhannesdóttir (f. 1970)

Dóra Sigrún Gunnarsdóttir (f. 1982)

Erla Guðbjörnsdóttir (f. 1947)

Greta Jónasdóttir (f. 1933)

Guðmann Reynir Hilmarsson (f. 1961)

Guðrún Guðbjörnsdóttir (f. 1945)

Guðrún Jóhannsdóttir (f. 1949)

Guðrún St. Kristinsdóttir (f. 1956)

Guðrún Pétursdóttir (f. 1950)

Gunnar M. Þórisson (f. 1943)

Halldór Kristjánsson (f. 1950)

Helga Sveinbjörnsdóttir (f. 1972)

Helgi K. Pálsson (f. 1950)

Ingibjörg J. Steindórsdóttir (f. 1943)

Ingólfur Jónsson (f. 1968)

Jóhannes Sveinbjörnsson (f. 1970)

Jón Nordal (f. 1926)

Kolbeinn Sveinbjörnsson (f. 1975)

Kristrún Ragnarsdóttir (f. 1962)

Linda Rós Helgadóttir (f. 1980)

Magnús Víkingur Grímsson (f. 1951)

Markús Sigurðsson (f. 1947)

Óskar Arnar Hilmarsson (f. 1958)

Pálína Hermannsdóttir (f. 1929)

Ragnhildur Kvaran (f. 1931)

Sigríður Kristjánsdóttir (f. 1941)

Sigrún Dungal (f. 1945)

Sveinbjörn Dagfinnsson (f. 1927)

Sveinbjörn Fr. Einarsson (f. 1948)

Una Vilhjálmsdóttir (f. 1949)

Þóra Einarsdóttir (f. 1955)

Ellen Svava Stefánsdóttir (f. 1922)

Jónína Sigrún Kaaber (f. 1921)

Umfang og efnisform: 123 stafrænar hljóðskrár. Lengd: um 75,5 klst.

Nánar um safnið á einkaskjol.is.

 

MMS 54

Titill: Um skipasmíðar á Suðurnesjum

Skjalamyndari: Árni Jóhannsson

Lýsandi samantekt: Árni Jóhannsson ræðir um skipasmíðar á Suðurnesjum. Viðmælandi er:

Oddbergur Eiríksson (f. 1923).

Umfang og efnisform: Ein stafræn hljóðskrá. Lengd: um 1 klst.

Nánar um safnið á einkaskjol.is.

 

MMS 55

Titill: Iðnaðarsaga á Akureyri

Skjalamyndari: Valgarður Stefánsson, Arndís Bergsdóttir, Pétur Halldórsson

Lýsandi samantekt: Viðtöl við ýmsa aðila um iðnaðarsögu á Akureyri. Viðmælendur eru:

Ari Rögnvaldsson (f. 1932)

Áslaug Jónasdóttir (f. 1929)

Bjarni Sigurðsson (1919–2008)

Gunnar Öxndal Stefánsson (f. 1934)

Konráð Aðalsteinsson (f. 1934)

Valdimar Thorarensen (f. 1944)

Árni Jóhannesson (f. 1930)

Baldvin Ásgeirsson (1917–2009)

Birgir W. Steinþórsson (f. 1939)

Bogi Pétursson (1925–2008)

Bragi Sigurgeirsson (f. 1922)

Einar Gunnlaugsson (f. 1933)

Guðmundur Bjarnason (f. 1930)

Gunnlaugur Traustason (f. 1937)

Hanna Guðmundsdóttir (f. 1928)

Hannes Arason (1927–2000)

Hjalti Eymann (f. 1918)

Hjörleifur Hafliðason (1920–2008)

Hjörtur Eiríksson (f. 1928)

Ingibjörg Steindórsdóttir (f. 1934)

Kristinn Arnþórsson (f. 1939)

Kristinn Bergsson (f. 1933)

Margrét Jónsdóttir (1916–2013)

Ólafur Eggertsson (f. 1935)

Ólafur Stefánsson (1925–2010)

Ragnar Sigtryggsson (1925–2009)

Richard Þórólfsson (f. 1919)

Rögnvaldur Bergsson (f. 1923)

Snorri Kristjánsson (1922–2011)

Soffía Halldórsdóttir (f. 1921)

Stella Jónsdóttir (f. 1929)

Þórður Björgúlfsson (f. 1918)

Umfang og efnisform: 34 stafrænar hljóðskrár. Lengd: um 10 klst.

Nánar um safnið á einkaskjol.is.

 

MMS 56

Titill: Saga Elínborgar Lárusdóttur

Skjalamyndari: Birna Kristín Lárusdóttir

Lýsandi samantekt: Birna Kristín Lárusdóttir tekur viðtöl vegna sögu Elínborgar Lárusdóttur. Viðmælendur eru:

Sturlaugur Eyjólfsson (f. 1940)

Hrefna S. Þórarinsdóttir (1924–2012)

Kristín Ingibjörg Tómasdóttir (f. 1932)

Hanna Sigríður Antoníusdóttir (f. 1937)

Sigríður Svanborg Símonardóttir (f. 1927)

Elín Guðmannsdóttir (f. 1934)

Umfang og efnisform: Tíu stafrænar hljóðskrár. Lengd: um 2,5 klst.

Nánar um safnið á einkaskjol.is.

 

MMS 58

Titill: Fræðslufundir Eldri vinstri grænna

Skjalamyndari: Gunnar Guttormsson

Lýsandi samantekt: Hljóðskrár með upptökum frá fræðslufundum Eldri vinstri grænna.

Umfang og efnisform: 12 stafrænarhljóðskrár. Lengd: um 6,5 klst.

Nánar um safnið á einkaskjol.is.

 

MMS 59

Titill: Sigurbjörg Pétursdóttir segir frá Hallormsstað

Skjalamyndari: Sigurlína Pétursdóttir

Lýsandi samantekt: Sigurbjörg Pétursdóttir (1902–1996) segir frá uppvexti sínum á Hallormsstað og fleiri atriðum.

Umfang og efnisform: Fimm stafrænar hljóðskrár. Lengd: um 1 klst.

Nánar um safnið á einkaskjol.is.

 

MMS 60

Titill: Snjóflóðið á Flateyri

Skjalamyndari: Sóley Eiríksdóttir

Lýsandi samantekt: Viðtöl við þrjá einstaklinga sem upplifðu snjóflóðið á Flateyri. Viðmælendur eru:

Þorkell Yngvason (f. 1957)

Ingibjörg Kristjánsdóttir (f. 1957)

Elín H. Jónsdóttir (f. 1949)

Umfang og efnisform: Þrjár stafrænar hljóðskrár. Lengd: um 2 klst., 40 mín.

Nánar um safnið á einkaskjol.is.

Aðgengi að gögnunum er lokað.


MMS 61

Titill: Viðtöl og gögn frá Jóni Gunnari Grjetarssyni sagnfræðingi

Skjalamyndari: Jón Gunnar Grjetarsson

Lýsandi samantekt: Viðtöl og gögn frá Jóni Gunnari Grétarssyni sagnfræðingi vegna doktorsverkefnis hans.

Umfang og efnisform: Tólf segulbandsspólur ásamt pappírsgögnum. Gögnin hafa verið yfirfærð á stafrænt form og eru varðveitt í tólf hljóðskrám. Lengd: um 12,5 klst.

Nánar um safnið á einkaskjol.is.

 

MMS 62

Titill: Jóhann Sævar Kristbergsson

Skjalamyndari: Árni Jóhannsson

Lýsandi samantekt: Árni Jóhannsson ræðir við Jóhann Sævar Kristbergsson (f. 1958) um gamlar myndir í tilefni af skráningu á ljósmyndasafni Elínar Sæmundsdóttur (1919–2013).

Umfang og efnisform: Þrjár stafrænar hljóðskrár. Lengd: um 1 klst., 20 mín.

Nánar um safnið á einkaskjol.is.

 

MMS 63

Titill: Viðtöl frá Helga Guðmundssyni

Skjalamyndari: Helgi Guðmundsson

Lýsandi samantekt: Safn viðtala sem inniheldur annars vegar viðtöl sem Helgi Guðmundsson tók við Kjartan Ólafsson (f. 1933) árið 2010 og hins vegar eldri upptökur af viðtölum við Benedikt Davíðsson (1927–2009), Jón Snorra Þorleifsson (f. 1929), Maríu Eðvarðsdóttur (1925–2011), Jóhannes Stefánsson (1913–1995) og Tryggva Ólafsson (f. 1940) sem Helgi færði sjálfur yfir á stafrænt form.

Umfang og efnisform: 117 stafrænar hljóðskrár. Lengd um: 90 klst., 20 mín.

Nánar um safnið á einkaskjol.is.

 

MMS 64

Titill: Hernámið í Mosfellsbæ

Skjalamyndari: Vilborg Bjarkadóttir

Lýsandi samantekt: Frásagnir Mosfellsbæinga af setuliðinu í Mosfellssveit í síðari heimsstyrjöldinni 1941–1945.

Viðmælendur eru:

Andrés Guðmundsson (1922–2013)

Bjarni Bjarnason (f. 1936)

Gerður Lárusdóttir (f. 1934)

Guðmundur Magnússon (f. 1934)

Hreinn Ólafsson (f. 1934)

Klara Klængsdóttir (1920–2011)

Ólafur Ingimundarson (f. 1933)

Pálmar Víglundsson (f. 1930)

Sigurður Hreiðar (f. 1938)

Sigurrós Ólafsdóttir (f. 1924)

Tómas Lárusson (f. 1929)

Valborg Lárusdóttir (f. 1928)

Þórir Ólafsson (f. 1936)

Þuríður Hjaltadóttir (f. 1936)

Umfang og efnisform: 20 stafrænar skrár á geisladiski.

Nánar um safnið á einkaskjol.is.

 

MMS 65

Titill: Göngur og réttir í Hvammshreppi

Skjalamyndari: Svanhvít Hermannsdóttir

Lýsandi samantekt: Þrjú viðtöl sem Svanhvít Hermannsdóttir tók um göngur, réttir og fjallskil í Hvammshreppi hinum forna. Viðmælendur eru:

Hildur Andrésdóttir (1926–2013)

Jón Hjaltason (f. 1926)

Jón Sveinsson (f. 1927)

Umfang og efnisform: Þrjár stafrænar hljóðskrár. Lengd: um 2 klst.

Nánar um safnið á einkaskjol.is.

 

MMS 66

Titill: Gögn frá Jóni Ármanni Héðinssyni

Skjalamyndari: Jón Ármann Héðinsson

Lýsandi samantekt: Aðallega upptökur úr Ríkisútvarpinu frá sjöunda áratugnum og fram á áttunda áratuginn.

Umfang og efnisform: 21 segulbandsspóla og 35 kassettur.

Nánar um safnið á einkaskjol.is.

 

MMS 67

Titill: Hvernig var í útlöndum?

Skjalamyndari: Rakel Sigurgeirsdóttir og Sæbjörg Freyja Gísladóttir

Lýsandi samantekt: Sumarverkefni Miðstöðvar munnlegrar sögu í samvinnu við Þjóðfræðistofu og Vinnumálastofnun undir yfirskriftinni „Hvernig var í útlöndum?“ Hljóðrituð viðtöl við 40 einstaklinga, tekin af tveimur lausráðnum starfsmönnum Miðstöðvar munnlegrar sögu, Rakel Sigurgeirsdóttur og Sæbjörgu Freyju Gísladóttur. Viðmælendur eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu, í Skagafirði og á Egilsstöðum. Um er að ræða viðtalsrannsókn um reynslu Íslendinga af því að búa í útlöndum um lengri eða skemmri tíma. Könnuð voru áhrif búsetunnar á sjálfsvitund, gildismat, lífsviðhorf og þjóðernisvitund. Viðtölin voru skrifuð upp og gerðir úr þeim útdrættir.

Viðmælendur Rakelar eru:

Ágústa Lúðvíksdóttir (f. 1972)

Ásta Hafberg (f. 1971)

Halldór Björnsson (f. 1976)

Helga Þórðardóttir (f. 1957)

Héðinn Björnsson (f. 1981)

Hörður Torfason (f. 1945)

Jóhann Ágúst Hansen (f. 1969)

Jón Þór Ólafsson (f. 1977)

Karen Lind Ólafsdóttir (f. 1983)

Magnús Ingi Gunnarsson (f. 1984)

Margrét Rósa Sigurðardóttir (f. 1954)

Ragnheiður Ásta Þórisdóttir (f. 1957)

Sigríður Guðmundsdóttir (f. 1960)

Sunna Rut Þórðardóttir (f. 1987)

Tholly Rósmundsdóttir (f. 1965)

Tinna Eik Rakelardóttir (f. 1986)

Þorbjörg Halldórsdóttir (f. 1970)

Þorsteinn Ásgrímsson (f. 1985)

Þór Saari (f. 1960)

Þórður Björn Sigurðsson (f. 1976)

Viðmælendur Sæbjargar Freyju eru:

Aníta Ómarsdóttir (f. 1983)

Auður Pálsdóttir (f. 1983)

Ágúst Vilhjálmsson (f. 1979)

Baldur Geir Bragason (f. 1976)

Bergþóra Arnórsdóttir (f. 1967)

Erla Jónsdóttir (f. 1963)

Helga Rós Indriðadóttir (f. 1969)

Hinrik Már Jónsson (f. 1967)

Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir (f. 1990)

Kristín Helgadóttir (f. 1927)

Laufey Eiríksdóttir (f. 1951)

Ólöf Björk Bragadóttir (f. 1964)

Pétur Ingi Gíslason (f. 1983)

Ragnhildur Indriðadóttir (f. 1956)

Sigríður Auðna Guðgeirsdóttir Hjarðar (f. 1989)

Sigríður Magnúsdóttir (f. 1962)

Sigurður Ingólfsson (f. 1966)

Skarphéðinn G. Þórisson (f. 1954)

Sölvi Snær Sigurðarson (f. 1992)

Unnur Fjóla Heiðarsdóttir (f. 1988)

Umfang og efnisform: 62 stafrænar hljóðskrár. Lengd: um 42,5 klst.

Nánar um safnið á einkaskjol.is.

 

MMS 68

Titill: Íþróttakonur

Skjalamyndari: Hafdís Erla Hafsteinsdóttir

Lýsandi samantekt: Viðtöl við fimm íþróttakonur sem lögðu stund á knattspyrnu og handknattleik á árunum 1975–1990. Kynjafræðileg nálgun. Viðmælendur eru:

Bryndís Valsdóttir (f. 1964)

Guðríður Guðjónsdóttir (f. 1961)

Ingibjörg Hinriksdóttir (f. 1963)

Rósa Áslaug Valdimarsdóttir (f. 1959)

Vanda Sigurgeirsdóttir (f. 1965)

Umfang og efnisform: Sjö stafrænar hljóðskrár. Lengd: um 3 klst., 40 mín.

Nánar um safnið á einkaskjol.is.

 

MMS 70

Titill: Eldri borgarar á Akureyri

Skjalamyndari: Arnhildur Hálfdanardóttir

Lýsandi samantekt: Þrjú viðtöl við fjóra eldri borgara á Akureyri um eitt og annað úr lífi þeirra. Viðmælendur eru:

Elín Guðrún Kjartansdóttir (f. 1934)

Ingólfur Lárusson (f. 1915) og Kristín Pálsdóttir (1919–2012)

Júlíana Hinriksdóttir (f. 1920)

Umfang og efnisform: Fjórar stafrænar hljóðskrár. Lengd: um 4 klst., 20 mín.

Nánar um safnið á einkaskjol.is.

Aðgengi að gögnunum er takmarkað.

 

MMS 71

Titill: Viðtöl við Norðfirðinga

Skjalamyndari: Ína Dagbjört Gísladóttir

Lýsandi samantekt: Tvö viðtöl þar sem umræðuefnin eru sigling á stríðsárunum á Magnúsi NK, sigling frá Djúpavogi til Norðfjarðar í vondu veðri, björgun kinda, ferðalag til Eiða og saumaklúbbur. Viðmælendur eru:

Herdís Valgerður Guðjónsdóttir (f. 1936)

Hilmar Björnsson (f. 1921)

Umfang og efnisform: Sex stafrænar hljóðskrár. Lengd: um 50 mín.

Nánar um safnið á einkaskjol.is.

 

MMS 72

Titill: Tölvupóstar til alþingsmanna

Skjalamyndari: Álfheiður Ingadóttir

Lýsandi samantekt: Tölvupóstar til alþingismanna frá tíu almennum borgurum vegna efnahagskreppunnar 2008–2009.

Umfang og efnisform: Tólf tölvuskeyti í rafrænu formi.

Nánar um safnið á einkaskjol.is.

Aðgengi að gögnunum er lokað.

 

MMS 73

Titill: Hljóðgögn Fræðafélags Vestur-Húnvetninga

Skjalamyndari: Arnþór Gunnarsson

Lýsandi samantekt: Tvö viðtöl sem tekin voru vegna verkefnisins „Rannsókn og skráning á hljóðheimildum úr Húnaþingi vestra“. Markmiðið með viðtölunum var að varpa ljósi á tilurð hljóðgagna Fræðafélags Vestur-Húnvetninga og sögu Vorvakanna á Hvammstanga. Viðmælendur eru:

Helgi S. Ólafsson (f. 1937)

Kristján Björnsson (f. 1940)

Umfang og efnisform: Tvær stafrænar hljóðskrár. Lengd: um 1 klst, 25 mín.

Nánar um safnið á einkaskjol.is.

 

MMS 74

Titill: Ungmennafélagið Egill rauði í Norðfjarðarsveit

Skjalamyndari: Bjarki Bjarnason

Lýsandi samantekt: Hljóðrituð viðtöl við 18 einstaklinga um sögu UMF Egils rauða á Norðfirði. Auk þess ein upptaka af harmóníkkuleik Þorláks Friðrikssonar. Viðtölin eru tekin í ágúst og september 2011 utan eitt sem er tekið í desember sama ár. Viðmælendur eru:

Aðalheiður Aðalsteinsdóttir (1930–2012)

Ágúst Ármann Þorláksson (1950–2011)

Bergljót Einarsdóttir (f. 1928)

Einar Sigfússon (f. 1942)

Freysteinn Þórarinsson (f. 1936)

Gestur Janus Ragnarsson (f. 1936)

Hálfdán Haraldsson (f. 1927)

Helgi Árnason (1932–2013)

Herdís Guðjónsdóttir (f. 1936)

Ína Dagbjört Gísladóttir (f. 1950)

Jóhanna Ármann (f. 1930)

Páll Dagbjartsson (f. 1932)

Reynir Zoëga (f. 1920)

Sigrún Guðjónsdóttir (f. 1946)

Stefán Þorleifsson (f. 1916)

Steindór Bjarnason (f. 1943)

Þorlákur Friðriksson (f. 1927)

Þórður Júlíusson (f. 1950)

Umfang og efnisform: 18 stafrænar hljóðskrár.

Nánar um safnið á einkaskjol.is.

Aðgengi að gögnunum er lokað.

 

MMS 75

Titill: Gögn frá Sagnfræðingafélagi Íslands

Skjalamyndari: Sagnfræðingafélag Íslands

Lýsandi samantekt: Upptökur af hádegisfyrirlestrum Sagnfræðingafélags Íslands frá árunum 2006–2011.

Umfang og efnisform: 43 stafrænar hljóðskrár. Lengd: um 38 klst.

Nánar um safnið á einkaskjol.is.

 

MMS 76

Titill: Konur í verkfræði

Skjalamyndari: Margrét Guðmundsdóttir

Lýsandi samantekt: Safn viðtala sem Margrét Guðmundsdóttir sagnfræðingur tók árið 2011 við konur í stétt verkfræðinga. Viðmælendur eru:

Anna Soffía Hauksdóttir (f. 1958)

Áslaug Haraldsdóttir (f. 1956)

Brynja Guðmundsdóttir (f. 1955)

Emilía Marteinsdóttir (f. 1949)

Guðrún Hallgrímsdóttir (f. 1941)

Guðrún Zoëga (f. 1948)

Inga Hersteinsdóttir (f. 1947)

Ingunn Sæmundsdóttir (f. 1953)

Laufey Bryndís Hannesdóttir (f. 1949)

Ragna Karlsdóttir (f. 1946)

Rannveig Rist (f. 1961)

Sigríður Ásgrímsdóttir (f. 1943)

Sigrún Helgadóttir (f. 1945)

Sigrún Pálsdóttir (f. 1955)

Þóra Ragnheiður Ásgeirsdóttir (f. 1944)

Umfang og efnisform: 51 stafræn hljóðskrá. Lengd: um 29,5 klst.

Nánar um safnið á einkaskjol.is.

Aðgengi að gögnunum er lokað.


MMS 77

Titill: Viðtal við Ingunni Snædal

Skjalamyndari: Sæbjörg Freyja Gísladóttir

Lýsandi samantekt: Viðtal við Ingunni Snædal (f. 1971) vegna námsverkefnis á MA-stigi í þjóðfræði við Háskóla Íslands.

Umfang og efnisform: Tvær stafrænar hljóðskrár. Lengd: um 1 klst., 5 mín.

Nánar um safnið á einkaskjol.is.

Aðgengi að gögnunum er lokað.


MMS 78

Titill: Hvað býr í mykrinu? Frásagnir á Vetrarhátíð í Reykjavík 2012

Skjalamyndari: Arnþór Gunnarsson

Lýsandi samantekt: Frásagnir átta einstaklinga á Vetrarhátíð í Reykjavík árið 2012. Viðmælendur eru:

Grétar Guðbergsson (f. 1963)

Guðrún Eydís Jóhannesdóttir (f. 1965)

Gunnar Hersveinn (f. 1960)

Helga Þórðardóttir (f. 1940)

Karen María Jónsdóttir (f. 1975)

Katrín Þorsteinsdóttir (f. 1955)

Unnur María Sólmundardóttir (f. 1973)

Þórður Guðmundsson (f. 1970)

Umfang og efnisform: Átta stafrænar hljóðskrár. Lengd: um 1 klst, 35 mín.

Nánar um safnið á einkaskjol.is.

 

MMS 79

Titill: Skipverjar á varðskipinu Óðni

Skjalamyndari: Helgi M. Sigurðsson

Lýsandi samantekt: Viðtöl sem tekin voru á árunum 2009–2010 við ritun bókarinnar Varðskipið Óðinn. Björgun og barátta í 50 ár, sem kom út árið 2010. Öll viðtölin utan eitt (við Crowford-bræður) eru birt í bókinni.  Viðmælendur eru:

Berent Th. Sveinsson (f. 1926)

Guðni Skúlason (f. 1944)

Hafþór Jónsson (f. 1944)

Halldóra Ragnarsdóttir (f. 1947)

Haukur Jónsson (f. 1944)

John (f. 1933) og Robert (f. 1935) Crowford

Jón Kr. Friðgeirsson (f. 1955)

Kári Ævar Jóhannesson (f. 1937)

Kristján Þ. Jónsson (f. 1948)

Páll J. Egilsson (f. 1950)

Sæmundur Ingólfsson (f. 1934)

Torfi Geirmundsson (f. 1950)

Meðfylgjandi er óbirt frásögn Birgis Vigfússonar (f. 1941) á rafrænu skjali merkt „Kennsluskip“. Einnig kafli um siglinga- og loftskeytatæki á rafrænu skjali merkt „Siglingatæki og fjarskiptabúnaður“.

Umfang og efnisform: 26 stafrænar hljóðskrár. Lengd: um 18 klst., 35 mín.

Nánar um safnið á einkaskjol.is.

Aðgengi að gögnunum er takmarkað.

 

MMS 80

Titill: Samskipti b/v Elliða og b/v Júpíters 10. febrúar 1862

Skjalamyndari: Hafliði Óskarsson

Lýsandi samantekt: Hljóðupptökur af samskiptum b/v Elliða og b/v Júpíters 10. febrúar 1962.

Umfang og efnisform: Einn geisladiskur.

Aðgengi að gögnunum er lokað.


MMS 81

Titill: Fundargerðir og viðtöl frá Sjómannadagsráði Reykjavíkur

Skjalamyndari: Sjómannadagsráð Reykjavíkur o.fl.

Lýsandi samantekt: Segulbandsspólur af ýmsum gerðum með upptökum af fundum Sjómannadagsráðs Reykjavíkur og fleira efni frá 1960 og fram undir aldamótin 2000.

Umfang og efnisform: Tugir segulbandsspóla.

Aðgengi að gögnunum er lokað.


MMS 82

Titill: Grunnskólar í ólíkum byggðarlögum

Skjalamyndari: Jónas Pálsson

Lýsandi samantekt: Rannsóknargögn undir heitinu „Grunnskólar í ólíkum byggðarlögum (GÓB)“. Gögnin innihalda viðtöl á kassettum, diskettur og pappírsgögn. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna félagslega stöðu grunnskóla og gagnvirkt samspil skóla og þess samfélags þar sem þeir störfuðu. Markmiðið var að kanna að hvaða marki efnahagur og atvinnuhættir í byggðarlagi, ásamt ráðandi lífsviðhorfum fólks, höfðu áhrif á starfshætti og árangur viðkomandi grunnskóla.

Viðmælendur eru m.a. skólastjórnendur, kennarar og annað starfsfólk skóla, nemendur og foreldrar nemenda.

Umfang og efnisform: 58 kassettur.

Aðgengi að gögnunum er lokað.


MMS 83

Titill: Vor í Vesturbæ. Samtal við eldri borgara

Skjalamyndari: Arnþór Gunnarsson

Lýsandi samantekt: Hljóðritað á hátíðinni Vor í Vesturbæ í félagsmiðstöðinni að Aflagranda 40 í Reykjavík. Rætt við gesti hátíðarinnar (einkum aldraða vistmenn að Aflagranda 40) um eitt og annað sem tengist vorinu undir yfirskriftinni „Vorverkin. Miðstöð munnlegrar sögu safnar frásögnum um vorverkin fyrr og nú, fyrir komandi kynslóðir.“

Umfang og efnisform: Ein stafræn hljóðskrá. Lengd: um 45 mín.

 

MMS 84

Titill: Raddir barna

Skjalamyndari: Eðvald Einar Stefánsson

Lýsandi samantekt: Eðvald Einar Stefánsson, sérfræðingur hjá Umboðsmanni barna, tók viðtölin við gesti (börn) á kynningu á embættinu á Barnamenningarhátíð vorið 2012.

Umfang og efnisform: Sex stafrænar hljóðskrár. Lengd: um 10 mín.

 

MMS 85

Titill: Viðtöl frá Eiríki Hermannssyni

Skjalamyndari: Eiríkur Hermannsson

Lýsandi samantekt: Viðtöl um samskipti Íslendinga við varnarliðsmenn á Keflavíkurflugvelli. Viðtalið var liður í námsverkefni. Viðmælendur:

Einar Ingimundarson (f. 1926)

Teitur Ólafur Albertsson (f. 1937)

Umfang og efnisform: Tvær stafrænar hljóðskrár. Lengd: um 50 mín.

Aðgengi að gögnunum er lokað.


MMS 86

Titill: Viðtal við Ólaf Jóhann Proppé

Skjalamyndari: Erla Björgvinsdóttir

Lýsandi samantekt: Viðtal Erlu Björgvinsdóttur við Ólaf Jóhann Proppe (f. 1942) fyrrverandi rektor Kennaraháskóla Íslands. Viðtalið var liður í námsverkefni.

Umfang og efnisform: Tvær stafrænar hljóðskrár. Lengd: um 1 klst.

Aðgengi að gögnunum er lokað.


MMS 87

Titill: Hafið eða fjöllin

Skjalamyndari: Sæbjörg Freyja Gísladóttir

Lýsandi samantekt: Viðtöl sem Sæbjörg Freyja Gísladóttir tók í tengslum við meistararitgerð hennar í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Viðmælendur eru:

Bjartmar Jónsson

Davies Simangan

Helga Rakel Rafnsdóttir

Hrefna Valdemarsdóttir

Ívar Kristjánsson

Kristín Pétursdóttir

Sigríður Sigursteinsdóttir

Umfang og efnisform: Sex stafrænar hljóðskrár. Lengd: um 5 klst., 45 mín.

Aðgengi að gögnunum er lokað.


MMS 88

Titill: Að vera Íslendingur?

Skjalamyndari: Sæbjörg Freyja Gísladóttir

Lýsandi samantekt: Sumarverkefni Miðstöðvar munnlegrar sögu í samvinnu við Vinnumálastofnun undir yfirskriftinni „Að vera Íslendingur? Þjóðernisvitund Íslendinga og hugmyndir þeirra um íslenskt þjóðerni.“ Markmiðið var að kanna hvaða hugmyndir viðmælendur gera sér um sérkenni íslensks þjóðernis og hvernig þeir sjálfir skynja sig sem Íslendinga. Viðmælendur eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu og á Austurlandi. Viðtölin voru skrifuð upp og gerðir úr þeim útdrættir. Viðmælendur:

Arndís Hulda Auðunsdóttir (f. 1987)

Auðun Sæmundsson (f. 1951)

Baldur Jóhann Þorvaldsson (f. 1981)

Gerður Steinarsdóttir (f. 1955)

Gréta Sigurjónsdóttir (f. 1965)

Guðrún Ágústsdóttir (f. 1956)

Haraldur Þór Hammer Haraldsson (f. 1983)

Hjörtur Kjerúlf (f. 1945)

Ingunn Snædal (f. 1971)

Janne Sigurðsson (f. 1966)

Jón G. Ragnarsson (f. 1950)

Lára Guðmundsdóttir (f. 1929)

Lára G. Oddsdóttir (f. 1944)

Natalía Ýr Wróblewska (f. 1996)

Nína M. Saviolidis (f. 1984) og Sebastian Geyer (f. 1981)

Skúli Björn Gunnarsson (f. 1970)

Snæbjörn Ásgeirsson (f. 1931)

Tinna Dórey Pétursdóttir (f. 1987)

Viðar Böðvarsson (f. 1951)

Örn Þorleifsson (f. 1938)

Umfang og efnisform: 32 stafrænar hljóðskrár. Lengd: um 17 klst., 35 mín.

 

MMS 89

Titill: Viðtal við Jón Hilmar Gunnarsson

Skjalamynari: Arnþór Gunnarsson

Lýsandi samantekt: Viðtal sem Arnþór Gunnarsson, verkefnisstjóri Miðstöðvar munnlegrar sögu, tók við Jón Hilmar Gunnarsson (f. 1929), húsasmíðameistara í Reykjavík. Jón Hilmar lýsir m.a. breyttum búskaparháttum í Þinganesi í Nesjum í Hornafirði á æskuárum sínum og segir frá námi sínu og starfsferli.

Umfang og efnisform: Fjórar stafrænar hljóðskrár. Lengd: um 3 klst., 25 mín.

 

MMS 90

Titill: Viðtal við Viðar Ottesen

Skjalamyndari: Snorri Guðjónsson

Lýsandi samantekt: Viðtal Snorra Guðjónssonar við Viðar Ottesen (f. 1938) um mat og matarmenningu. Viðtalið var liður í námsverkefni.

Umfang og efnisform: Þrjár stafrænar hljóðskrár. Lengd: um 40 mín.

 

MMS 91

Titill: Viðtal við Tryggva Guðmundsson

Skjalamyndari: Sigrún Halla Tryggvadóttir

Lýsandi samantekt: Viðtal Sigrúnar Höllu Tryggvadóttur við Tryggva Guðmundsson (f. 1945) um lífið og tilveruna í Skjaldabjarnarvík á Hornströndum. Viðtalið var liður í námsverkefni.

Umfang og efnisform: Ein stafræn hljóðskrá. Lengd: um 35 mín.

 

MMS 92

Titill: Myndrænt orðasafn – myndmál

Skjalamyndari: Ragnhildur Gunnarsdóttir

Lýsandi samantekt: Upplestur Ragnhildar Gunnarsdóttur á íslenskum orðflokkum. Upplesturinn notar Ragnhildur á vefsíðu sinni, Myndmál – Myndrænt orðasafn, slóð: www.myndmal.is.

Umfang og efnisform: 25 stafrænar hljóðskrár. Lengd: um 1,5 klst.

 

MMS 93

Titill: Viðtal við Einar Hansen Tómasson

Skjalamyndari: Fanney Dögg Guðmundsdóttir og Helga Bjarnarson

Lýsandi samantekt: Viðtal Fanneyjar Daggar Guðmundsdóttur og Helgu Bjarnarson við Einar Hansen Tómasson (f.  1971) um ferðamál. Viðtalið var tekið 24. október 2012 og var liður í námsverkefni.

Umfang og efnisform: Ein stafræn hljóðskrá. Lengd: um 1 klst.

Aðgengi að gögnunum er lokað.


MMS 94

Titill: Leikskólinn Laufásborg 60 ára

Skjalamyndari: Arnþór Gunnarsson

Lýsandi samantekt: Viðtöl og upptökur á 60 ára afmælishátíð leikskólans Laufásborgar í Reykjavík, 25. október 2012. Efni viðtalanna er starfsemi Laufásborgar frá upphafi. Viðmælendur:

Margrét Schram (f. 1932)

Kristrún Jónsdóttir (f. 1933)

Sigrún Sigurðardóttir (f. 1960)

Björg Hermannsdóttir (f. 1923)

Hjalti Þórisson (f. 1950)

Ragnheiður Jónsdóttir (f. 1928)

Dóra Halldórsdóttir (f. 1956)

Gyða Ragnarsdóttir (f. 1933)

Matthildur Laufey Hermannsdóttir (f. 1961)

Margrét Pála Ólafsdóttir (f. 1957)

Ólafur Gíslason (f. 1936)

Ingibjörg Hannesdóttir (f. 1935)

Umfang og efnisform: Tvær stafrænar hljóðskrár. Lengd: um 2 klst., 55 mín.

 

MMS 95

Titill: Viðtöl við félaga í Klúbbi matreiðslumeistara

Skjalamyndari: Jón Þór Pétursson

Lýsandi samantekt: Kvikmyndaupptökur af viðtölum við níu félagsmenn í Klúbbi matreiðslumeistara. Viðtölin voru tekin á tímabilinu febrúar til ágúst árið 2011. Í viðtölunum segja klúbbfélagar frá starfsferli sínum með áherslu á þróun í matargerð og starfsumhverfi.

Viðmælendur:

Bragi Ingason (f. 1933)

Gissur Guðmundsson (f. 1963)

Hilmar B. Jónsson (f. 1942)

Ib Wessmann (f. 1934)

Jakob H. Magnússon (f. 1950)

Kristján Sæmundsson (f. 1942)

Lárus Loftsson (f. 1946)

Sigurvin Gunnarsson (f. 1945)

Stefán Hjaltested (f. 1940)

Umfang og efnisform: 19 stafrænar myndskrár og ein stafræn hljóðskrá.

 

MMS 96

Titill: Viðtal við Agnes Cecilia

Skjalamyndari: Cecilia Agnes (dulnefni)

Lýsandi samantekt: Viðtal sem Cecilia Agnes (dulnefni) tók við Agnes Cecilia (dulnefni), f. 1985. Viðtalið var tekið í nóvember 2012 og var liður í námsverkefni.

Umfang og efnisform: Ein stafræn hljóðskrá. Lengd: um 24 mín.

Aðgengi að gögnunum er takmarkað.


MMS 97

Titill: Sviðslistahátíðin The Festival

Skjalamyndari: Alexander Roberts og Ásgerður G. Gunnarsdóttir

Lýsandi samantekt: Hljóðritanir frá sviðslistahátíðinni The Festival sem haldin var í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík, 10. og 11. nóvember 2012. Sýningarstjórar hátíðarinar: Alexander Roberts og Ásgerður G. Gunnarsdóttir.

Umfang og efnisform: Sex stafrænar hljóðskrár. Lengd: um 8,5 klst.

 

MMS 98

Titill: Segulbandssafn Andrésar H. Valberg

Skjalamyndari: Andrés H. Valberg

Lýsandi samantekt: Segulbandsspólur sem Andrés hljóðritaði á árunum frá um 1950 til um 1960/1965 og innihalda kveðskap, rím, viðtöl við fólk úr Öræfum, Skagafirði og Reykjavík, söng o.fl.

Umfang og efnisform: 28 segulbandsspólur

Aðgengi að gögnunum er lokað.


MMS 99

Titill: Public Folklore – Worker‘s Culture

Skjalamyndari: Arndís Hulda Auðunsdóttir, Gunný Ísis Magnúsdóttir og Sæbjörg Freyja Gísladóttir

Lýsandi samantekt: Viðtöl sem tekin voru af nemendum á námskeiðinu Hagnýt þjóðfræði: Reynslan frá Bandaríkjunum, möguleikarnir á Íslandi (ÞJÓ047F) á MS-stigi í hagnýtri þjóðfræði við HÍ, haustmisseri 2012. Kennari á námskeiðinu var James P. Leary.

Umfang og efnisform: 25 stafrænar hljóðskrár ásamt ljósmyndum.

 

MM 100

Titill: Viðtöl frá Margréti Birnu Auðunsdóttur

Skjalamyndari: Margrét Birna Auðunsdóttir

Lýsandi samantekt: Viðtölin voru tekin af Margréti Birnu Auðunsdóttur og voru þau liður í námsverkefni. Viðmælendur eru:

Dagný Sveinbjörnsdóttir (f. 1993)

Friðrik Kristinn Auðunsson (f. 1980)

G. Sara Björnsdóttir (f. 1980)

Lýður Pálsson (f. 1966)

Umfang og efnisform: Fjórar stafrænar hljóðskrár. Lengd: um 47 mín.

Aðgengi að gögnunum er lokað.

Borgarbörn
Stríðsárin í Kaupmannahöfn
Fyrsti flóttamaðurinn á Íslandi
Kennsla í upphafi aldar