Vefsýningar

Myndalinkur á vefsýningu um ungverska flóttamenn

Fyrsti flóttamaðurinn á Íslandi

Hér getur þú hlustað á viðtal við fyrsta flóttamanninn sem kom til Íslands árið 1956. Mikael Fransson gegndi herþjónustu í ungverska hernum þegar byltingin hófst í október 1956. Hann flúði yfir landamærin til Austurríkis og fór þar í flóttamannabúðir. Þar bauðst honum að láta skrá sig á lista yfir flóttamenn sem vildu leita hælis á Íslandi. Þann 23. desember 1956 kom Mikael til Íslands í hópi 52 ungverska flóttamanna.

Myndalinkur á vefsýningu um stríðsárin í Kaupmannahöfn

Stríðsárin í Kaupmannahöfn

Hér getur þú hlustað á viðtal við Ingeborg Einarsson sem fluttist til Íslands frá Danmörku árið 1946 ásamt íslenskum eiginmanni sínum. Þau hjónin bjuggu í Kaupmannahöfn á stríðsárunum ásamt tveimur ungum börnum sínum. Friðrik starfaði sem læknir á spítala og kynntist þar vel afleiðingum hernámsins. Flestir vinir þeirra Ingeborgar og Friðriks voru meðlimir í dönsku andspyrnuhreyfingunni. Ingeborg segir hér frá örlögum þeirra og lífinu í Kaupmannahöfn í skugga stríðsins.

Myndalinkur á vefsýningu um kennslu í upphafi 19. aldar


Hér getur þú hlustað á viðtal við Jón Ívarsson frá Snældubeinsstöðum í Reykholtsdal en hann lýsir hefðbundinni uppfræðslu barna í lok nítjándu aldar og reynslu sinni sem kennari í upphafi þeirrar tuttugustu.

 

KREPPUSÖGUR

Í október 2008 var byrjað að safna á markvissan hátt sögum af upplifunum fólks af bankahruninu og því kreppuástandi sem fylgdi í kjölfarið. Það var ljóst að þessi málaflokkur var borgarbúum mjög svo hugleikinn og margir fundu sig knúna til að tjá sig um málefnið, það varð Því úr að ákveðið var að halda áfram að vinna að þessarri söfnun og á vetrarhátíð í Reykjavík í febrúar var haldið fólki boðið að koma og segja sögu sína í garðhýsi sem staðsett var á Glasgowtorgi við Fishersund.

Áfram verður haldið við söfnun kreppusagna og í þegar eitt ár var liðið frá bankahruninu voru u.þ.b. 50 einstaklingar búnir að hafa samband við Miðstöð munnlegrar sögu og segja frá sinni upplifun af þessum umbrotatíma í íslensku samfélagi.

Borgarbörn
Stríðsárin í Kaupmannahöfn
Fyrsti flóttamaðurinn á Íslandi
Kennsla í upphafi aldar