Vinnan skapar manninn

Vinnan skapar manninn

Togarinn Maí með metafla. Ungir strákar aðstoða við að landa aflanum Ljósmyndari Hjörtur, tökudagsetning .12. júní 1964.  Ljósmynd fengin af Ljósmyndasafni Reykjavíkur.

Fyrir rúmri hálfri öld var það almenn skoðun að vinna væri börnum holl. Börnin í borginni seldu blöð, breiddu saltfisk, unnu sem sendlar, pössuðu yngri systkini sín og á sumrin voru mörg þeirra send í sveit þar sem þau áttu að læra að vinna. Í dag er vinnan ekki snar þáttur í tilveru barna en flest hafa Reykjavíkurbörnin þó meira en nóg við að vera.

Magnús Teódór er fæddur árið 1935 og ólst því upp á stríðsárunum. Hann lýsir því hvernig sniðugir strákar gátu unnið sér inn pening með því að selja blöð og krækja sér í flöskur. Smellið hér til að heyra frásögn hans.

Börn sem komu í sveit áttu að gera gagn. Reykvíkingur sem fæddur er árið 1939 minnist þess þegar hann var sendur í sveit og úthlutað því starfi að þvo sokka heimilisfólksins í bæjarlæknum. Smellið hér til að heyra hvernig hann bar sig að við sokkaþvottinn.

Reykjavíkurmær fædd árið 1941 skýrir frá því að hún hafi ung byrjað að vinna en ellefu ára gömul breiddi hún fisk í Bæjarútgerðinn. Næsta sumar fór hún svo að vinna í Fiskiðjuverinu. Talsmáti eldri kvennanna fékk stúlkuna til að roðna en henni fannst starfsandinn þó afar góður. Smellið hér til að heyra frásögnina.

Vilhjálmur er fæddur árið 1994 og hefur allt tíð búið í miðbæ Reykjavíkur. Hann hefur engin eiginleg skyldustörf á heimilinu en er duglegur að hlaupa út í búð fyrir pabba sinn. Smellið hér til að heyra frásögn Villa.

Reykjavíkurmærin Snædís er fædd árið 1999. Hún er upprennnandi söng- og myndlistarkona, ballerína og rithöfundur. Hún syngur í stúlknakór Reykjavíkur. Smellið hér til að heyra frásögn og söng Snædísar.

Borgarbörn
Stríðsárin í Kaupmannahöfn
Fyrsti flóttamaðurinn á Íslandi
Kennsla í upphafi aldar