#

Miðstöð munnlegrar sögu

Miðstöð munnlegrar sögu tók til starfa 26. janúar 2007. Miðstöðin er rannsókna- og fræðslustofnun á sviði munnlegrar sögu sem hefur það hlutverk að safna munnlegum heimildum um sögu lands og þjóðar og varðveita til frambúðar. Unnið er við að yfirfæra safnkostinn á stafrænt form og gera aðgengilegan á vef. Miðstöðinni er líka ætlað að efla munnlega sögu sem aðferð í sagnfræði, veita fræðslu um söfnun og notkun munnlegra heimilda, skapa fræðimönnum aðstöðu til rannsókna og standa fyrir fræðilegri umræðu um munnlega sögu.

Hér á nýjum vef miðstöðvarinnar er sem stendur lítill hluti safnkosts aðgengilegur. Á meðan unnið er að uppfærslu er því eldri vefsíða miðstöðvarinnar aðgengileg í vefsafni.is.