Miðstöð munnlegrar sögu tekur við efni frá einstaklingum, söfnum, stofnunum og fyrirtækjum, bæði upptökum og gögnum sem kunna að fylgja með þeim. Vilji aðilar gjálfir geyma frumgögn er Miðstöðin reiðubúin að aðstoða við stafræna yfirfærslu gegn því að fá í safn sitt afrit af gögnunum. Með því að afhenda Miðstöðinni munnlegar heimildir er stuðlað að varanlegri varðveislu þeirra og almenningi jafnframt veittur almenningi að þeim.
Æskilegt er að upplýsingar fylgi gögnum sem afhent eru Miðstöðinni, svo sem um hver talar, hver spyr, hvar og hvenær upptakan fór fram og af hvaða tilefni hún var gerð. Miðstöðin mælir með því að gefendur láti henni í té óklippta útgáfu af upptökum. Miðstöðin hefur í samráði við handritadeild Landsbókasafns Íslands – Háskólasafns útbúið lista þar sem talin eru upp þau atriði sem gagnlegt er að skrá við frágang bæði stakra viðtala og viðtalaraða.