Safnkostur

Safnkostur Miðstöðvar munnlegrar sögu telur um 1000 klst. af hljóðskrám og er stór hluti þeirra kominn á stafrænt form. Starfsmenn stofnunarinnar hafa unnið að því að gera efnið sem aðgengilegast fyrir áhugasama notendur, fræðimenn og aðra sem áhuga hafa á þessum hluta menningararfs okkar íslendinga. Einnig á safnið tæplega 60 klst. af kvikmyndaefni tengdu söfnun munnlegra heimilda.

Aðfangaskráin hefur að geyma yfirlit yfir megnið af safnkostinum, en alltaf er eitthvað nýtt að bætast við.

Borgarbörn
Stríðsárin í Kaupmannahöfn
Fyrsti flóttamaðurinn á Íslandi
Kennsla í upphafi aldar