Safnkostur

Munnlegt heimildasafn Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands. Viðtöl við sex einstaklinga. MMS 2007/1


Lýsandi samantekt

Samhengi

Innihald og uppbygging

  • Umfang og innihald:

    Tvær öskju: Ein askja með 19 snældum þar sem hljóðrituð eru viðtöl við fimm enstaklinga um lífshlaup þeirra og æfi; fleiri en eitt viðtal við suma. Viðtal við einn einstakling til viðbótar er einungis til sem uppskrift. Fimm snældur varðandi afhendingu MMS 2010/2 eru varðveittar í sömu öskju. Önnur askja inniheldur samantektir, uppskriftir og pappíra sem tengjast viðtölum. 

  • Grisjun:

    Ekkert hefur verið grisjað úr safninu eftir afhendingu.

  • Viðbætur:

    Afhending MMS 2010/2, viðtal við Önnu Klemensdóttur í Laufási, er viðbót við munnlegt heimildasafn Sagnfræðistofnunar.

Um aðgengi og not

Tengt efni

Athugasemdir

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Í eldri skráningu segir: „Snemma á áttunda áratugnum beitti Ólafur Hansson, þá formaður Sagnfræðistofnunar sér fyrir því að Sagnfræðistofnun kæmi sér upp munnlegu heimildasafni. Helgi Skúli Kjartansson, nú prófessor í sagnfræði en þá nemi, fékk það hlutverk að tala við þrjá fyrstu heimildamenn safnsins, þau Önnu Klemensdóttur í Laufási, Valgeir Björnsson fyrrverandi hafnarstjóra og Jón Ívarsson fyrrverandi kaupfélagsstjóra. Alls urðu viðmælendurnir þessa átaks 6 talsins. Tekið var upp á hljóðsnældur af vandaðri gerð, viðtölin voru skráð og sum seinna uppskrifuð orðrétt. Viðtölin voru tekin upp á árunum 1974-1975 og telur safnið um 35 klukkustundir af upptöku. Viðfangsefnin eru fjölbreytt, meðal annars er rætt bæði um sveit og borg, horfna búhætti, félagslíf og skemmtanir, stjórnmál, nám og íþróttir, samskipti innan fjölskyldna, kaupfélögin og verslun, kreppuárin, samgöngumáta, skáldskap og rímur, jafnréttis- og verkalýðsbaráttu.“

    Þegar afhending var skoðuð nánar 2019-2020 varð ljóst að bæta mátti þessa skráningu:

    • Hljóðrituð viðtöl eru samtals 16:13:18; ekki um 35 kls. eins og tilgreint er í eldri skráningu.
    • Ætla má af eldri skráningu að Helgi Skúli Kjartansson hafi tekið viðtölin sem ekki er námvæmt. Frávik eru skráð nánar í athugasemdum við hvert viðtal í Skjalaskrá hér neðar.

    Eva Kamilla Einarsdóttir skráði sumarið 2012. Rafræn skráning var gerð af JKÁ 24.07.2013.

    Jón Hrólfur Sigurjónsson lagaði skráningu og merkt snælduhulstur og snældur safnmarki og aðfanganúmeri 2019-2020.

  • Dagsetning lýsingar:

    26. maí 2020


Skjalaskrá

    Askja 1/2

    Nótur, samantektir og uppskriftir verðandi viðtöl við sex einstaklinga. 

    Askja 2/2

    Skráning efni nöfnum viðmælenda í stafrófsröð:

    1/6  Björn Bjarnason (1899–1984). Viðtal. 2007/1

    Viðtalið er á einni snældu (1:00:02); uppskrift fylgir (askja tvö). Á snælduhulstur er skrifað: „Björn Bjarnason [30. jan. 1899–19. jan. 1984] fyrrverandi form. Iðju. Aðallega um stofnun félagsins og helstu atburði í sögu þess.“ Snælduhliðar A og B voru afritaðar í eina hljóðskrá til að auðvelda hlustun (samskeyti við 30:05). Hulstur og snælda voru merkt safnmarki.

    Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur ræðir við Bjönr að mati skrásetjara þó Helgi Skúli sé hvergi nefndur eða skáður í gögnum viðtals.

    2/6  Gunnar Benediktsson (1892–1981). Tvö viðtöl. 2007/1

    Gunnar Benediktsson (9. okt. 1892–26. ágúst 1981). „Prestur í Saurbæ í Eyjafirði 1921-1931. Vinnumaður í Einholti, Einholtssókn, Skaft. 1910. Bóndi og prestur í Saurbæ, Saurbæjarsókn, Eyj. 1930. Rithöfundur og kennari í Hveragerði.“

    Heimild: Íslendingabók.is. Gunnar Benediktsson. Sótt 4. júní 2020.

    Í öskju þrjú er ein 120 mín. snælda sem afrituð hefur verð í þrjár hljóðskrár. Í útprenti af samantekt viðtals (askja tvö) sést að um ræðir tvö viðtöl (alls 1:21:24) tekin 28. janúar (40:36) og 3. febrúar 1976 (40:48). Seinna viðtali var skeytt saman í eina hljóðskrá (samskeyti við 20:32) þó Hljóðsafn birtist viðtalið áfram í tveimur hlutum merktum 1/2 og 2/2.

    Úlfur Björnsson ræddi við Gunnar samkvæmt samantekt viðtals í öskju eitt. Nánari deili á Úlfi ekki þekkt [Jón Hrólfur 28.5.2020].

    3/6  Jón Ívarsson (1891–1982). Fjögur viðtöl. MMS 2007/1

    Sjá nánar um Jón (1. jan. 1891–3. júní 1982) á vef Alþingis.

    Átta snældur (nr. 11-18) alls 8:01:14. Fjögur viðtöl við Jón tekin 11., 15., 22. og 28. mars 1975. Viðtöl voru þegar afrituð þegar aðföng voru yfirfarin 2019; ekki vitað hvenær. Við yfirferð voru hljóðskrár merktar dagsetningum viðtala (samkvæmt áritun á snældum). Þar sem nákvæmt yfirlit yfir viðtölin er útprentað með uppskriftum (askja eitt) var ekki ráðist í að sameina snælduhliðar í einstök (heil) viðtöl þó slíkt hefði einfaldað hlustun.

    Viðtölin fjögur voru tekin með nokkurra daga millibili þó ekki væru þau auðkennd þannig í hljósafni heldur listuð í 16 skrám sem merktar voru 1. til 16. hluti og allar hljóðskrár merktar „hljóðritað 22. mars 1975“. Þessu var breytt og dagsetning viðtals sett í titil hljóðskrár ásamt númeri viðtalshluta.

    Helgi Skúli Kjartansson tekur öll viðtölin við Jón nema það síðasta, 28. mars 1975, sem Ólafur Hansson (1909–1981), prófessor tekur (uppskrift, askja eitt).

    4/6  Karl Valdimarsson. Viðtal. (uppskrift eingöngu) 2007/1

    Viðtalið finnst eingöngu sem uppskrift í gögnum MMS 2007/1; þar sagt tekið 22. apríl 1995. Uppskrift er greinilega unnin upp úr hljóðritun á snældu (eða spólu; skráð Hlið 1 og Hlið 2) og fjallar að mestu um endurminningar Karls frá stríðsárunum þegar hann starfaði sem bílstjóri í Reykjavík.

    Ekkert finnst skráð nánar um Karl í gögnum MMS. Ekki er tilgreint hver tók viðtalið.

    5/6  Valdimar Sveinbjörnsson (1896–1978). Fjögur viðtöl. MMS 2007/1

    Valdimar (21. apríl 1896–8. maí 1978) var „[L]eikfimikennari á Skólavörðustíg 38, Reykjavík 1930. Leikfimikennari í Reykjavík 1945.“

    Heimild: Íslendingabók.is. Valdimar Sveinbjörnsson. Sótt 4. júní 2020.

    Þrjár snældur, fjögur viðtöl: 15., 23., 29 september og 6. október 1975. Einni snældu þurfti að skipta á tvö hulstur til að hægt væri að afrita (sjá við nr. 3 hér neðar).

    Dagsetningu hvers viðtals var bætt í nafn afritaðrar wav-skrá samkvæmt prentuðu yfirliti viðtals sem fylgir (askja eitt); óvissa er þó með viðtal 3.1 eins og lýst er hér neðar. Að frátöldu fyrsta viðtali hefjast viðtöl á að spyrill les upp kóða. Dæmi: viðtal 001, upptaka 02, spóla 02, hlið 1. Þessi kóði ásamt dagsetningu er skráður í prentað yfirlit viðtals (askja 1). Kóðinn var einnig skráður á snældur og hulstur þeirra. Fyrstu tvö viðtölin enda nokkuð formleg en hin ekki.

    Afritaðar hljóðskrárskrár eru alls fimm, samtals 2:16:25. Lauslegt ágrip viðtala er útprentað í öskju eitt:

    1. MMS 1 (2007-1) Valdimar Sveinbjörnsson1 (15.9.1975).wav (27:33). Snælda 1/3. Í upptöku er hvorki tilgreint hver tekur viðtalið nér hvenær það var tekið. Í grófri samantekt viðtals eða ágripi (útprent í öskju eitt) er viðtalið kóðað 001 01 01 1. Þar segir ennfremur að Ólafur Hansson (1909–1981) hafi tekið viðtalið 15. september 1975.
    2. MMS 1 (2007-1) Valdimar Sveinbjörnsson2 (23.9.1975).wav (27:40). Snælda 2/3. Í upphafi hljóðritunar þylur spyrill kóða viðtals: 001 02 02 1 sem rímar við skráningu í uppskrift (askja eitt). Í útprentuðu ágripi viðtals er Úlfur Björnsson sagður taka viðtalið).
    3. MMS 1 (2007-1) Valdimar Sveinbjörnsson3 (29.9.1975).wav (29:07). Snælda 3/3 (120 mín.) reyndist gölluð og afritun ekki möguleg fyrr en bandi hafði verið skipt á tvö hulstur (3a/3 og 3b/3). Í upphafi þylur spyrill kóða viðtals: 001 03 02 2 sem rímar við skráningu í uppskrift (askja eitt). Í útprentuðu ágripi viðtals er Úlfur Björnsson sagður taka viðtalið.
    4. MMS 1 (2007-1) Valdimar Sveinbjörnsson3.1 (29.9.1975).wav (23:15). Í upphafi hljóðskrár þylur spyrill: „Viðtal 001 – Upptaka 03 – Spóla 03 – Hlið 1“. Þessi kóði finnst ekki á uppskriftum í öskju eitt. Af samhengi má ráða að um ræðir framhald viðtals nr. 3 (29. 9.1975) þar sem lýst er ferðalögum úti á landi og Tungná nefnd. Þessi fjórða hljóðskrá hefst á „... við erum komnir hér þar sem þið eruð komnir yfir Tungná“. Eins og segir undir lið þrjú hér ofar þurfti að skipta snældu á tvö hulstur. Afrituðum skrám var svo skeytt saman í eina (samskeyti við 11:20).
    5. MMS 1 (2007-1) Valdimar Sveinbjörnsson4 (6.10.1975).wav (28:50). Snælda 3b/3. Viðtal fjögur er í lok snældu 3b/3. B hlið snældu er auð. Í upphafi þylur spyrill kóða viðtals: 001 04 03 1 sem rímar við skráningu í uppskrift. Úlfur Björnsson ræðir við Valdimar samkvæmt útprent í öskju.

    6/6  Valgeir Björnsson (1894–1983). Viðtal í nóvember 1974. MMS 2007/1

    Valgeir (9. sept. 1894–16. júní 1983) „[v]ar í Reykjavík 1910. Bæjarverkfræðingur á Laufásvegi 67, Reykjavík 1930. Verkfræðingur og hafnarstjóri í Reykjavík.“

    Heimild: Íslendingabók.is. Valgeir Björnsson. Sótt 4. júní 2020.

    Efnið er á fimm snældum sem þegar voru afritaðar á átta hljóðskrár þegar efnið var skoðað og skráning lagfærð 2019. Allar hljóðskrár nema sú síðasta eru um 30 mín. langar og efnið samtals 3:34:13. Efnið er líklega fleiri en eitt viðtal þó slíkt sé hvorki skráð né tilgreint í hljóðriti.

    Helgi Skúli Kjartansson ræðir við Valgeir í nóvember 1974 samkvæmt prentaðri samantekt (askja 2). Þar sem efnið er í yfirlitssamantekt dregið saman miðað við snælduhliðar var ekki ráðist í að sameina hljóðskrár (snælduhliðar).


Fyrst birt 12.03.2020

Til baka