Safnkostur

Jón Guðmundsson. Sveinn Bergsveinsson (1907–1988), prófessor. Sex viðtöl. MMS 2007/2


Lýsandi samantekt

Samhengi

Innihald og uppbygging

  • Umfang og innihald:

    Ein askja með sex snældum, tveimur geisladiskum, VHS-snældu, tveimur ljósmyndum og stuttri greinargerð (tvær A4-síður) um afhendinguna sem Anna Kristín Kristjánsdóttir skrifar.

  • Grisjun:

    Á VHS-snældu sem er hluti afhendingar eru annars vegar handahófskenndar upptökur úr sjónvarpi af ýmsum toga, sem ekki var haldið til haga, og hins vegar er hluti (33:23) heimildarmyndar Hjálmtýs Heiðdal frá 1988 „Síldin kemur síldin fer“. Heimildarmyndin var afrituð og liggur með gögnum afhendingar.

  • Viðbætur:

    Ekki er von á viðbótum.

Um aðgengi og not

Tengt efni

Athugasemdir

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Greinargerð Önnu Kristínar Kristjánsdóttur sem fylgir afhendingu lýsir viðtölum við tvo einstaklinga:

    1. Sveinn Bergsveinsson (1907–1988) prófessor. Sex viðtöl sem Jón Guðmundsson hagfræðistúdent tók við Svein í Berlín 1978 og 1979. Sveinn var föðurbróðir Önnu. Með afhendingu fylgja tvær ómerktar ljósmyndir, líklega af Sveini, önnur af honum ungum, hin af eldir manna. Viðtölin eru á sex snældum sem hafa verið afritaðar.
    2. Steinunni Guðmundsdóttur ljósmóður (1889–1991). Mynd-viðtal sem Anna Kristín og eiginmaður hennar Hjálmtýr Heiðdal kvikmyndagerðarmaður tóku 1986. Þetta viðtal finnst ekki í gögnum afhendingar. Á VHS-snælda sem fylgdi afhendngu er hluti heimildarmyndar Hjálmtýs Síldin kemur síldin fer (33:23) frá 1988. Afrit er varðvitt í möppu afhendingar. Í myndinni er stutt innslag (26:26-26:57) þar sem eldri kona segir frá og er það mögulega Steinunn Guðmundsdóttir þó hún sé ekki nafngreind.

    Eva Kamilla Einarsdóttir skráði sumarið 2012. Rafræn skráning var gerð af JKÁ 24.07.2013.

    Jón Hrólfur bætti skráningu og merkt snælduhulstur og snældur safnmarki og aðfanganúmeri 2019-2020.

  • Dagsetning lýsingar:

    11. júní 2020


Skjalaskrá

    Askja 1/1

    Sveinn Bergsveinsson (23. október 1907–17. október 1988) prófessor: sex viðtöl. Sveinn segir Jóni Guðmundssyni frá lífshlaupi sínu í sex viðtölum sem tekin voru í Berlín frá 15. júní 1978 til 29. mars 1979. Sveinn fæddist í Aratungu í Staðardal einn af 15 börnum. Ólst upp hjá frændfólki á Kirkjubóli frá því hann var 8 mánaða. Hann segir frá svaðilförum við veiðar á opnum árabátum og því hve ættingjum hans þótti lítið til koma um áhuga hans á lærdómi (sjá eldri skráningu hér neðar). Andlástfregn í Morgunblaðinu 20 október 1988:

    1. viðtal. Berlín 15. júní 1978 - Afrit af snælda 1; snælduhliðar sín í hvorri hljóðskrá. Viðtalið hefst formlega en endar án fyrirvara þegar band þrýtur:

    • MMS 2007/2-1.1 Sveinn Bergsveinsson (15.06 1978).wav (45:56)
    • MMS 2007/2-1.2 Sveinn Bergsveinsson (15.06 1978).wav (46:15).

    2. viðtal. Berlín 22. júní 1978. Samskeyti snælduhliða við 47:20:

    • MMS 2007/2-2 Sveinn Bergsveinsson (22.06 1978).wav (1:33:14) 

    3. viðtal. Berlín 29. júní 1978. Samskeyti snælduhliða við 47:15:

    • MMS 2007/2-3 Sveinn Bergsveinsson (29.06 1978).wav (1:33:47)

    4. viðtal. Berlín 15. september 1978. Samskeyti snælduhliða við 47:25:

    • MMS 2007/2-4 Sveinn Bergsveinsson (15.09 1978).wav (1:35:18)

    5. viðtal. Berlín 28. september 1978. Samskeyti snælduhliða við 46:27:

    • MMS 2007/2-5 Sveinn Bergsveinsson (28.09 1978).wav (1:33:30)

    6. viðtal. Berlín 29. mars 1979. Samskeyti snælduhliða við 47:03:

    • MMS 2007/2-6 Sveinn Bergsveinsson (29.03 1979).wav (1:33:28)

     


Fyrst birt 05.06.2020

Til baka