Safnkostur

Kristján Ottósson (f. 1937) og Stefán Jónsson (1923–1990). Vélsmíði og atvinnulíf á Þingeyri við Dýrafjörð. Þrjú viðtöl. MMS 2007/3


Lýsandi samantekt

Samhengi

Innihald og uppbygging

 • Umfang og innihald:

  Tvær hljóðsnældur. Hljóðskrár með viðtölum við fjóra einstaklinga (tvo saman í einu viðtali), alls 1:19:47.

 • Grisjun:

  Ekkert hefur verið grisjað úr safninu eftir afhendingu.

 • Viðbætur:

  Ekki er von á viðbótum.

Um aðgengi og not

Tengt efni

Athugasemdir

Um lýsinguna

 • Athugasemdir skjalavarðar:

  Eva Kamilla Einarsdóttir skráði sumarið 2012

  Jón Hrólfur Sigurjónsson yfirfór og bætti skráningu 2020

 • Dagsetning lýsingar:

  12. júní 2020


Skjalaskrá

  Askja 1/1:

  • Stutt lýsing á afhentum gögnum (hálf A4 bls.)
  • Samningur um afhendingu á gögnum til Miðstöðvar munnlegrar sögu
  • Tvær 60 mín. snældur:

  Snælda 1:

  • Hlið 1: Rætt við Guðmund Breiðfjörð (1879–1975) blikksmið (31:15). Kristján Ottósson, formaður félags blikksmiða tekur viðtalið. Rætt um ætt, uppruna og nám Guðmundar; einnig um atvinnulíf á fyrri hluta 20. aldrar, einkum blikksmíði.
  • Hlið 2: Rætt við Ásgeir Matthíasson (1904–1988) blikksmið (30:49). Kristján Ottósson tekur viðtalið á Háleitisbraut 56. Rætt um æsku Ásgeirs og uppvöxt, barnaskólanám, atvinnulíf og vélsmiði á fyrri hluta 20.aldar.

  Snælda 2:

  • Stefán Jónsson (1923–1990) útvarpsmaður ræðir við tvo Þingeyringa (17:42): Guðmund J. Sigurðsson (1884–1973) vélsmíðameistari og stofnandi vélsmiðju GJS - Sjá minningargreinar í Morgunblaðinu 29. desember 1973, bls. 22 og 4. janúar 1974, bls. 24 - og Sigurð Jóhannesson (1884–1972). Rætt um lúðuveiðar Ameríkana við Dýrafjörð (1884-1897) þegar menn frá Glouchester í Massaschussets héldu til á Þingeyri nokkra mánuði á ári. Ræðir meðal annars skemmtanalífið á þessum árum, skoðanir á Ameríkönunum, Hótel Niagara, danska kaupsýslumanninn N. C. Gram og uppbyggingu hans í bænum á þessum árum, „ástandið“ á Þingeyri og margt fleira. Um frásögnina má lesa í „Mannlíf og saga í Þingeyrar og Auðkúluhreppum hinum fornu 5“. Ritstjóri Hallgrímur Sveinsson. (Hrafnseyri 1998). Í upphafi nefnir Stefán Jónsson að Jón Sigbjörnsson (1921–1996) hafi verið með honum í viðtalinu; líklega sem tæknimaður.

Fyrst birt 11.06.2020

Til baka